Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti á fundi sínum þann 22. október tillögu þess efnis að endurnýja ekki samning við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) vegna reksturs hjúkrunarheimilisins Roðasala sem rennur út í lok mars 2025.
Byggðakönnun Kársness hefur verið gefin út í glæsilegri bók sem er ríkulega myndskreytt. Útgáfu bókarinnar verður fagnað 29.október kl. 17.00 í Kópavogi.
Umsókn um fjárhagsaðstoð hjá Kópvogsbæ er nú orðin stafræn og bærinn þannig bæst í hóp sveitarfélaga sem hafa innleitt stafræna lausn á þessu sviði. Breytingin þýðir að ferli umsóknar er orðið miklu einfaldara en fyrr.
Hleðslustöðvar Orku náttúrunnar við Hálsatorg í Hamraborg hafa verið teknar í notkun og eru þær fyrstu af 98 hleðslustöðvum á 14 stöðum í Kópavogsbæ sem verða sett upp í haust.