Fréttir & tilkynningar

Sumarið gekk mjög vel fyrir sig og voru rúmlega 1.300 nemendur sem störfuðu hjá Vinnuskólanum þetta…

56. starfsári Vinnuskólans lokið

Þann 9. ágúst lauk starfi Vinnuskólans sumarið 2024. Þar með lauk 56. starfsári Vinnuskólans í Kópavogi. Sumarið gekk mjög vel fyrir sig og voru rúmlega 1.300 nemendur sem störfuðu hjá Vinnuskólanum þetta árið. Störfuðu nemendur ýmist við störf hjá stofnunum, félögum eða í garðvinnu allt eftir aldri og áhugasviði.
Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, innviðaráðherra og borgarstjóri og bæjarstjórar sv…

Uppfærður samgöngusáttmáli undirritaður

Styttri ferðatími, minni tafir, aukið umferðaröryggi, áhersla á að draga úr kolefnisspori, stórbættar almenningssamgöngur, fjölgun hjóla- og göngustíga og uppbygging stofnvega eru kjarninn í uppfærðum samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins sem undirritaður var í dag.

Vegglistaverk sumarsins 2024

Vegglistahópur á vegum Skapandi sumarstarfa í Kópavogi hefur unnið hörðum höndum í sumar við að skreyta veggi bæjarins en starfi þeirra lauk í byrjun ágúst.
Axel Ingi Árnason.

Axel Ingi ráðinn forstöðumaður Salarins

Axel Ingi Árnason hefur verið ráðinn forstöðumaður Salarins.
Endurmenntun er í öndvegi í upphafi nýs skólaárs og fjölmörg námskeið voru í boði fyrir kennara.

Fjölbreytt námskeið fyrir grunnskólakennara

Námskeið fyrir grunnskólakennara í Kópavogi voru haldin í áttunda skipti en þau hafa verið haldin í aðdraganda skólasetningar síðan 2017 í þessu formi. Dagskráin stóð yfir í fjóra daga frá 9:00 - 16:00 en síðasti dagur námskeiðanna var miðvikudagur 14. ágúst.
Sundlaugar í Kópavogi loka vegna heitavatnsleysis.

Sundlaugalokun vegna heitavatnsleysis

Sundlaugar í Kópavogi verða lokaðar frá 21.30 þann 19.ágúst til 16.00 þann 21.ágúst. Ástæðan er lokun Veitna á heitu vatni vegna tengingar á nýrri flutningsæð.
Hamraborg Festival er lifandi listahátíð í hjarta Kópavogs.

Hamraborg Festival 29. ágúst til 5. september 2024

Lista- og menningarhátíðin Hamraborg Festival verður haldin dagana 29. ágúst til 5. september 2024 en þetta er í fjórða skipti sem hátíðin er haldin. Standandi sýningar verða opnar í viku en gjörningar, tónleikar og vinnusmiðjur verða frá föstudegi til sunnudags.
Friðrik Baldursson var með kynningu á garðinum.

Rósirnar skarta sínu fegursta í ágúst

Á þessum tíma árs skarta rósir sínu fegursta. Í tilefni þess var rósaskoðunarganga í Trjásafninu í Meltungu haldin fimmtudag 8. ágúst. Gangan var skipulögð í samstarfi við Rósaklúbb Garðyrkjufélags Íslands en Vilhjálmur Lúðvíksson og Friðrik Baldursson voru með kynningu á garðinum.
Gert er ráð fyrir að börn útskrifist úr sínum leikskóla fyrir sumarfrí og hefji aðlögun að næsta sk…

Sumarfrístund hefst 12. ágúst

Sumardvöl frístundar hefst 12. ágúst í ár 2024 fyrir verðandi nemendur í 1. bekk. Sumarfrístund er skipulögð í anda þeirrar stefnu að skapa bætta samfellu á milli skólastiga.
Forseti Ísland Halla Tómasdóttir opnaði sýninguna Hamskipti og Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri af…

Fjölmennt við opnun nýs skúlptúrgarðs

Margt var um manninn á afmælishátíð Gerðarsafns fimmtudag 8. ágúst síðastliðinn. Í ár fagnar safnið 30 ára starfsafmæli og því var efnt til sýningaropnunar, bókaútgáfu og afhjúpun skúlptúrgarðs í Gerðarsafni.