Ferill byggingarleyfisumsóknar

Það að sækja um byggingarleyfi er getur verið flókið fyrir þá sem ekki gera það oft. Hér að neðan eru leiðbeiningar hvernig þú ferð að skref fyrir skref:

 

1. Sækir um á Þjónustugátt

Þeir sem geta sótt um eru eigendur eða hönnunarstjórar í umboði þeirra.

- Það sem þú þarft að láta fylgja umsókn er upplýsingar um lóð, lýsing á þeirri framkvæmd sem fyrirhuguð er, teikningar og önnur gögn sem þú telur að auðveldi okkur vinnslu umsóknar þinnar.

- Greiða þarf þjónustu gjald og má sjá upphæð þess í gjaldskrá hér að neðan.

- Strax í þessu skrefi hetur eigandi tilkynnt um ráðningu hönnuðar á verkið í gegnum Þjónustugátt

- Umsóknareyðublöð má nálgast hér

 

2. Umsókn er tekin fyrir af starfsfólki byggingarfulltrúa.

-  Ef gögn vantar eða þau ófullnægjandi komum við til með að láta  hönnuðinn vita.

- Fundað er aðra hverja viku og eru mál þá tekin fyrir.

- Ef gerðar eru athugasemdir fær hönnuður verksins tölvupóst um að skila inn leiðréttingum gögnum eða viðbótum.

- Ef þau gögn berast ekki innan 12 mánuða er umsókn feld niður og teikningum fargað.

 

3. Samþykki byggingarfulltrúa

- Um leið og við höfum samþykkt byggingaráform þín færðu sendan tölvupóst með upplýsingum um næstu skref. Í tölvupóstinum kemur fram hverju þarf að skila inn og hvaða gjöld ber að greiða.

- Eigandinn fær inn á heimabanka sinn kröfu um að greiðslu þeirra gjalda sem greiða þarf.

- Eigandinn þarf að fara inn á Þjónustugátt og tilkynna ráðningu hönnuðar á verk.

- Farið er inn á Þjónustugátt Kópavogsbæjar og skila skal þar inn séruppdráttum  hönnuða. Aðaluppdrættir og önnur gögn þurfa einnig að skilast rafrænt inn á Þjónustugátt.

 

4. Skráning byggingarstjóra og iðnmeistara

- Skrá skal  byggingarmeistara á verkið, er það gert í gegnum þjónustugátt.

- Byggingarstjóri fer inn á þjónustugátt og skráir þar inn þá iðnmeistarar sem að verkinu koma.

- Iðnmeistarar þurfa að staðfesta sig á verkið í gegnum Þjónustugátt.

 

5. Lokaúttekt framkvæmd

- Þegar framkvæmd er lokið er sótt um lokaúttekt í Þjónustugátt

- Starfsmaður byggingarfulltrúa mætir á svæðið og tekur út verkið.

- Að því loknu fær byggingarstjóri og eigandi sent lokaúttektarvottorð

 

Til hamingju með nýlokna framkvæmd!

Hvenær þarf ég ekki byggingarleyfi?

Þú þarft ekki byggingarleyfi ef að:

- Þú ert að sinna vilðhaldi innanhús, á lóðinni, við girðingar, á bílastæði eða í innkeyrslunni.

- Ert að smíða þér pall,

- Fyrir skjólveggi og girðingar (innan vissra marka)

- Fyrir smáhýsi sem ekki á að gista í eða hafa búsetu og það er að hámarki 15 fermetrar.

Nánári upplýsingar um hvenær þarf byggingarleyfi má nálgast í Byggingarreglugerð 2.3.5 gr.

Hvenær þarf ég byggingarleyfi?

Þú þarft byggingarleyfi ef þú ætlar að: 

 -Grafa grunn fyrir hús eða mannvirki, reisa það, rífa eða flytja hús.

- Breyta byggingu, burðarkerfi eða lagnakerfi húsnæðis.

- Breyta notkun húsnæðis, útliti þess eða formi.

Samþykktar teikningar byggingarfulltrúa

Kópavogsbær hefur nú þegar skannað inn flest allar samþykktar teikningar byggingarfulltrúa. Nú má nálgast þær á teglinum hér að neðan.

Tenging á teikningar

Gjaldskrár

Gjaldskrá fyrir gatnagerðargjöld

Prenta gjaldskrá

Gjaldskrá var uppfærð í janúar 2025 í samræmi við byggingarvísitölu (desember 2024, 193,6)

Samþykkta gjaldskrá má finna hér

Þjónusta
Upphæð
Einbýlishús (15%) - (pr. m² )
45.388 kr.
Rað- par, tvíbýli- og keðjuhús (15%) - (pr. m² )
45.388 kr.
Fjölbýlishús (10%) - (pr. m² )
30.259 kr.
Atvinnuhúsnæði (12%) - (pr. m² )
36.310 kr.
Aðrar byggingar (12%) - (pr. m² )
36.310 kr.

Gjald pr. úttekt

Þjónusta
Verð kr.
Gjald per úttekt
13.600 Kr.

Gjald fyrir fokheldisvottorð og fokheldisúttekt

Þjónusta
Verð kr.
Gjald fyrir fokheldisvottorð og fokheldisúttekt
42.200 Kr. á hús

Gjald fyrir lokaúttektarvottorð og lokaúttekt

Þjónusta
Verð kr.
Gjald fyrir lokaúttektarvottorð og lokaúttekt
42.200 Kr. á hús

Gjaldskrá byggingarfulltrúa

Prenta gjaldskrá

Gjaldskrá uppfærð 1. janúar 2025 í samræmi við byggingarvísitölu (desember 2024, 193,6)

Samþykkta gjaldskrá má finna 

Byggingarréttargjald

Þjónusta
Upphæð
Einbýlishús (m² húss )
39.751 kr.
Raðhús, parhús, tvíbýlishús og keðjuhús (m² húss )
43.061 kr.
Fjölbýli (m² húss )
52.999 kr.
Fjölbýli í vesturbæ (m² húss )
66.249 kr.
Atvinnuhúsnæði (m² lóðar )
18.219 kr.
Annað húsnæði (m² lóðar )
13.219 kr.

Byggingarleyfisgjald

Þjónusta
Upphæð
Afgreiðslugjald
16.608 kr.
Rúmmetragjald fyrir öll hús (m³ )
148 kr.

Úttektir og útgáfa vottorða

Þjónusta
Upphæð
Fokheldisúttekt og fokheldisvottorð
47.695 kr.
Öryggisúttekt
47.695 kr.

Aukagjald fyrir þriðju yfirferð gagna frá hönnuðum

Aukagjald fyrir hverja þriðju yfirferð á gögnum frá hönnuði
Upphæð
Einbýlishús, raðhús og tvíbýlishús
15.700kr.
Fjölbýlishús, allt að 4 íbúðum
24.300 kr.
Fjölbýlishús, 5 íbúðir eða fleiri
46.600 kr.
Atvinnuhúsnæði og annað
46.600 kr.

Lokaúttekt og lokaúttektarvottorð

Þjónusta
Upphæð
Einbýlishús, raðhús og tvíbýlishús
47.695 kr.
Fjölbýlishús 5 íbúðir eða fleiri
84.962 kr.

Endurtekin lokaúttekt

Þjónusta
Upphæð
Aukagjald fyrir þriðju yfirferð, eða fleiri á gögnum
Einbýlishús, raðhús og tvíbýlishús
15.485 kr.
Fjölbýlishús allt að 4 íbúðir
24.154 kr.
Fjölbýlishús 5 eða fleiri íbúðir
46.455 kr.
Atvinnuhúsnæði og annað
46.455 kr.
Afgreiðslugjald pr áfanga- og stöðuúttekt
14.456 kr.
Veðbókarvottorð v. niðurrifs
2.478 kr.

Stöðuskoðun

Þjónusta
Upphæð
Einbýlishús, raðhús og tvíbýlishús
43.359 kr.
Fjölbýlishús allt að 4 íbúðir
43.359 kr.
Fjölbýlishús 5 eða fleiri íbúðir
60.289 kr.
Atvinnuhúsnæði og annað
60.289 kr.

Yfirferð eignaskiptasamninga og teikninga

Þjónusta
Upphæð
Eignaskiptayfirlýsing - umfangsmikil
65.657 kr.
Eignaskiptayfirlýsing - umfangslítil allt að 4 íbúðir
43.359 kr.
Viðaukar/fylgiskjöl með eignaskiptayfirlýsingu
15.485 kr.
Endurtekin yfirferð teikninga v. eignaskiptayfirlýsingar (fleiri en þrjú skipti
15.485 kr.

Stöðuleyfi

Þjónusta
Upphæð
Afgreiðslugjald
16.608 kr.
Stöðuleyfi skv.gr. 2.6 í bgrgl 2-12 mán
46.642 kr.

Tengigjald fráveitu

Þjónusta
Upphæð
Tvöföld lögn að lóðarmörkum 150 mm (per lóð)
476.942 kr.

Stofngjald vatnsveitu

Þjónusta
Upphæð
Grunngjald - 32 mm heimæðar
504.281 kr.
Viðbótargjald fyrir heimæð umfram 30m (pr. metra)
7.429 kr.
40 mm heimæðar - viðbótargjald á grunngjald
123.198 kr.
Viðbótargjald fyrir heimæð umfram 30m (pr. metra)
10.582 kr.
50 mm heimæðar - viðbótargjald á grunngjald
315.213 kr.
Viðbótargjald fyrir heimæð umfram 30m (pr. metra)
11.715 kr.
63 mm heimæðar- viðbótargjald á grunngjald
587.751 kr.
Viðbótargjald fyrir heimæð umfram 30m (pr. metra)
12.958 kr.
90 mm heimæðar - viðbótargjald á grunngjald
1.207.157 kr.
Viðbótargjald fyrir heimæð umfram 30m (pr. metra)
23.475 kr.
110 mm heimæðar - viðbótargjald á grunngjald
1.620.094 kr.
Viðbótargjald fyrir heimæð umfram 30m (pr. metra)
39.522 kr.
180 mm heimæð - viðbótargjald á grunngjald
3.564.207 kr.
Viðbótargjald fyrir heimæð umfram 30m (pr. metra)
86.948 kr.
Daggjald fyrir byggingarvatn
207 kr.

Síma og viðtalstími

Skrifstofa byggingafulltrúa 
Símatími mánudag - fimmtudag frá kl. 10 - 11 í síma 441 0000
Viðtalstími þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 11 - 12 á Digranesvegi 1
Netfang þeirra er: byggingarfulltrui(hja)kopavogur.is
Hægt er að nálgast teikningar inná kortavef Kópavogs.