Þegar þörf er á er unnið að snjóhreinsun, söltun eða söndun gatna og göngustíga nær allan sólarhringinn. Er það gert til að tryggja öryggi og til að íbúar og aðrir komist leiðar sinnar.
Skipulagsnefnd Kópavogs boðar til kynningarfundar með íbúum og öðrum hagsmunaaðilum í Kópavogi þar sem kynnt verða drög að nýju aðalskipulagi fyrir bæinn.
Alþjóðlegi hjartadagurinn verður haldinn hátíðlegur í Kópavogi 30. september en bærinn býður þátttakendum í hjartahlaupinu ókeypis í sund. Þannig vill bærinn styðja við þennan góða málstað.
Tónlistarsafn Íslands hefur flutt sýningu sína um Sveinbjörn Sveinbjörnsson, tónskáld og höfund íslenska þjóðsöngsins, til menningarhússins Hofs á Akureyri.
Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri tók vel á móti Ragnari Má Garðarssyni kylfingi úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar um helgina og færði honum blómvönd með góðum kveðjum frá bæjarstjórn.