Fasteignaskráning

Fasteignaskrá geymir upplýsingar um allar lóðir og mannvirki sem á þeim standa. 

Byggingarfulltrúi er ábyrgur fyrir að Þjóðskrá Íslands berist upplýsingar um lönd og lóðir. Því tilheyrir breytingar á þeim og mannvirkjum sem á þeim standa.

Eignaskiptayfirlýsingar

Byggingarfulltrúi áritar eignaskiptayfirlýsingar áður en þeim er þinglýst, til staðfestingar á því að þær séu í samræmi við samþykktar teikningar og að þær séu unnar í samræmi við reglugerð um eignaskiptayfirlýsingar. Byggingarfulltrúi tilkynnir Þjóðskrá um framvindu byggingarstiga. 

Fasteignaskráning

Opinber stærðaskráning lóða og húsa er í höndum byggingarfulltrúa og er skráning lóða birt í samræmi við mæliblöð. Mæliblaðagerð fyrir lóðir í eigu Kópavogsbæjar er í höndum skrifstofu umhverfissviðs.

Skráning húsa  byggir einvörðungu á skráningartöflum sem eru hluti af aðalteikningum. Ef eigandi hefur athugasemdir við stærðarskráningu húss síns getur hann sótt um leiðréttingu á skráningu og sent með skráningartöflu/r og teikningu ef það á við.

Fasteignamat og brunabótamat er í umsjón Þjóðskrár Íslands sem annast fasteignaskrá.

Síðast uppfært 15. desember 2021