Alþjóðlegi hjartadagurinn verður haldinn hátíðlegur í Kópavogi 30. september en bærinn býður þátttakendum í hjartahlaupinu ókeypis í sund. Þannig vill bærinn styðja við þennan góða málstað.
Tónlistarsafn Íslands hefur flutt sýningu sína um Sveinbjörn Sveinbjörnsson, tónskáld og höfund íslenska þjóðsöngsins, til menningarhússins Hofs á Akureyri.
Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri tók vel á móti Ragnari Má Garðarssyni kylfingi úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar um helgina og færði honum blómvönd með góðum kveðjum frá bæjarstjórn.
Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri ýtti samgönguvikunni úr vör um helgina en markmiðið með henni er að hvetja fólk til umhugsunar um eigin ferðavenjur og virkja það til að nota vistvænni samgöngumáta s.s. almenningssamgöngur, hjól eða tvo jafnfljóta.
Foreldrar og börn í Lindahverfi létu hendur standa fram úr ermum í síðustu viku og hjálpuðust að við að byggja upp útikennslusvæði fyrir skólana í hverfinu.