Fréttir & tilkynningar

sund

Hjartadagurinn í Kópavogi

Alþjóðlegi hjartadagurinn verður haldinn hátíðlegur í Kópavogi 30. september en bærinn býður þátttakendum í hjartahlaupinu ókeypis í sund. Þannig vill bærinn styðja við þennan góða málstað.
gudvorsland

Sýning um Sveinbjörn flutt norður á land

Tónlistarsafn Íslands hefur flutt sýningu sína um Sveinbjörn Sveinbjörnsson, tónskáld og höfund íslenska þjóðsöngsins, til menningarhússins Hofs á Akureyri.
Unglingar frá félagsmiðstöðinni Ekkó komu, sáu og sigruðu.

Ekkó sigursælust

Félagsmiðstöðin Ekkó var sigursælust á íþróttamóti félagsmiðstöðva unglinga í Kópavogi sem fram fór í íþróttahúsinu Smáranum fyrir helgi.
salaganga

Síðsumarsganga um Salahverfi

Síðsumarsganga um Salahverfi fer fram laugardaginn 22. september en hún er skipulögð af umhverfis- og samgöngunefnd Kópavogsbæjar.
Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri og Ragnar Már Garðarsson.

Tók vel á móti Ragnari Má

Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri tók vel á móti Ragnari Má Garðarssyni kylfingi úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar um helgina og færði honum blómvönd með góðum kveðjum frá bæjarstjórn.
Gleðin ríkti á hönnunardegi í Boðanum.

Handavinnudagur í Boðanum

Handavinnudagur var haldinn í félagsmiðstöðinni Boðanum í síðustu viku.
Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri og Árni Davíðsson, formaður Landssamtaka hjólreiðamanna.

Samgönguviku ýtt úr vör

Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri ýtti samgönguvikunni úr vör um helgina en markmiðið með henni er að hvetja fólk til umhugsunar um eigin ferðavenjur og virkja það til að nota vistvænni samgöngumáta s.s. almenningssamgöngur, hjól eða tvo jafnfljóta.
Yngstu börnin létu sitt ekki eftir liggja.

Byggja upp útikennslusvæði í Lindahverfi

Foreldrar og börn í Lindahverfi létu hendur standa fram úr ermum í síðustu viku og hjálpuðust að við að byggja upp útikennslusvæði fyrir skólana í hverfinu.
skipulagsmál

Hverfaráð taka til starfa

Fimm hverfaráð hafa nú verið stofnuð í Kópavogi og verður starfi þeirra ýtt úr vör á næstu dögum og vikum.
Fjölmargir tóku þátt í hjóladeginum sem haldinn var í tilefni samgönguvikunnar árið 2010.

Hjólum rétta leið á sunnudag

Kópavogsbúar eru hvattir til að taka þátt í evrópsku samgönguvikunni sem hefst á sunnudag með hjólreiðaför sem endar í Árbæjarsafni.