Velferðarráð

Velferðarráð markar stefnu í félagsþjónustu í Kópavogi og sinnir þeim verkefnum sem ráðinu eru falin lögum samkvæmt. Ráðið er skipað sjö fulltrúum auk áheyrnarfulltrúa, og jafnmörgum til vara. 

Velferðarráð hefur það hlutverk að marka stefnu í félagsþjónustu Kópavogs. Ráðið skal leitast við að veita þjónustu sem tekur mið af þörfum bæjarins á hverjum tíma, í samræmi við gildandi lög, reglur og samþykktir.

Velferðarráð hefur að leiðarljósi eftirfarandi meginmarkmið:

  • Að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi íbúa og stuðla að velferð þeirra á grundvelli samhjálpar.
  • Að stuðla að viðunandi uppeldisskilyrðum barna og unglinga með því m.a. að styrkja uppeldishlutverk fjölskyldunnar.
  • Að hvetja einstaklinginn til ábyrgðar á sjálfum sér og öðrum og styrkja til sjálfshjálpar.
Síðast uppfært 27. september 2024