Í Gerðarsafni geta börn og unglingar úr Kópavogi fengið útrás fyrir listsköpun sína í listasmiðjum sem haldnar verða í lok nóvember og svo aftur í janúar.
Markaðsstofa Kópavog stendur fyrir stórglæsilegri sölusýningu á íslensku handverki, listiðnaði og hönnun næstkomandi laugardag í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Hábraut 1a.
Nýtt aðalskipulag Kópavogs 2012 til 2024 var samþykkt einróma á fundi bæjarstjórnar í gærkvöld. Í aðalskipulaginu er sett fram stefna bæjaryfirvalda um byggðaþróun, landnotkun, byggðamynstur og samgöngu- og umhverfismál til ársins 2024.
Starfsmenn Kópavogsbæjar hlýddu í dag á erindi um einelti á vinnustöðum en með því er verið að fylgja eftir eineltisstefnu bæjarins sem samþykkt hefur verið í bæjarráði