01.10.2021
Börn af erlendum uppruna komu sjónarmiðum sínum á framfæri
Meiri aðstoð í íslensku og við heimanám almennt og fræðsla um frístundastarf sem stendur börnum til boða er meðal þess sem börn af erlendum uppruna telja að mætti sinna betur. Þetta kom fram á málstofu sem Kópavogsbær og Akureyrarbær stóðu fyrir og haldið var í Kópavogi 29. september.