Stuðningur í skóla fyrir alla
Stefna Kópavogsbæjar um stuðning við nemendur leggur áherslu á að allir fái nám við hæfi og að stuðningur sé hluti af almennu skólastarfi. Foreldrar sem hafa áhyggjur af líðan barns í skóla geta rætt við kennara eða annað fagfólk skóla en einnig er hægt að hafa samband við skólaþjónustu Menntasviðs Kópavogs. Skólaþjónustan vinnur með nemendum, foreldrum og skóla á heildrænan hátt.