Leikskólar í Kópavogi
Leikskólar Kópavogsbæjar starfa eftir aðalnámskrá leikskóla. Í henni kemur fram fagleg stefnumörkun og lýsing á sameiginlegum markmiðum og kröfum sem eiga við um allt leikskólastarf.
Leikskólar Kópavogsbæjar starfa eftir aðalnámskrá leikskóla. Í henni kemur fram fagleg stefnumörkun og lýsing á sameiginlegum markmiðum og kröfum sem eiga við um allt leikskólastarf.
Innritun í leikskóla fer fram í gegnum Völu. Innritunarfulltrúi er með símatíma frá 11-12 alla virka daga nema miðvikudaga.
Börn raðast á biðlista eftir aldri en ekki eftir umsóknardegi og er sérstakur biðlisti fyrir hvern leikskóla. Foreldrar geta merkt við allt að fimm leikskóla á umsóknareyðublaðinu. Börnum er almennt einungis boðin dvöl í þeim leikskólum sem sótt er um.
Leikskólinn Austurkór
Leikskólinn Arnarsmári
Leikskólinn Álfatún
Leikskólinn Álfaheiði
Leikskólinn Baugur
Leikskólinn Dalur
Leikskólinn Efstihjalli
Leikskólinn Fagrabrekka
Leikskólinn Fífusalir
Leikskólinn Furugrund
Leikskólinn Grænatún
Leikskólinn Kópahvoll
Leikskólinn Kópasteinn
Leikskólinn Lækur
Leikskólinn Marbakki
Leikskólinn Núpur
Leikskólinn Rjúpnahæð
Leikskólinn Sólhvörf
Leikskólinn Urðarhóll
Menntamálaráðuneytið gefur út aðalnámskrá leikskóla.
Aðalnámskrá er fagleg stefnumörkun og lýsir sameiginlegum markmiðum og kröfum sem eiga við um allt leikskólastarf. Aðalnámskrá er ákveðinn rammi um leikskólastarfið og undirstaða frekari skólanámsskrárgerðar.
Námsskrá leikskóla Kópavogs
Námskrá leikskóla Kópavogs er sameiginlegur grunnur að skólanámsskrá og inniheldur það sem er sameiginlegt í starfi leikskólanna. Skáletraður texti í lok flestra kafla í námsskránni er sá hluti sem hver leikskóli vinnur sérstaklega. Skólanámsskrá fyrir hvern leikskóla er að finna á heimasíðum leikskólanna.
Í leikskólum starfar sérkennslustjóri sem veitir m.a. ráðgjöf til foreldra.
Önnur sérfræðiþjónusta s.s. þjónusta sálfræðinga, iðjuþjálfa, talmeinafræðinga og sérkennsluráðgjafa er veitt gegnum leikskóladeild menntasviðs Kópavogs.
Leikskólinn er fyrsta skólastigið og stuðlar að menntun barna í gegnum leik með velferð þeirra, þroska og öryggi að leiðarljósi. Leitast er við að hafa sveigjanleika í dvalartíma barna til að koma til móts við óskir og þarfir fjölskyldna.
Umsókn
Sækja þarf um leikskóladvöl fyrir barn í Þjónustugátt Kópavogsbæjar sem þá skráist á biðlista eftir aldri þess.
Mikilvægt er að umsóknum hafi verið skilað inn fyrir 1.mars árið sem óskað er eftir dvöl fyrir barnið. Flestum börnum er úthlutað dvöl á tímabilinu mars - maí ár hvert fyrir komandi skólaár.
Skilyrði fyrir leikskóladvöl er að barn eigi lögheimili í Kópavogi, en barnið getur verið á biðlista þó lögheimili sé annars staðar.
Innritun
Börn raðast á biðlista eftir aldri og er sérstakur biðlisti fyrir hvern leikskóla.
Foreldrar/forsjáraðilar geta merkt við allt að fimm leikskóla á umsóknarblaðinu. Ef foreldrar/forsjáraðilar fá ekki dvöl fyrir barn sitt í leikskóla sem sótt var um fá þau boð um leikskóladvöl í öðrum leikskóla eftir því hvar er laust hverju sinni. Fæðingardagur barns á biðlista ræður hvaða barn er næst inn. Forgangslisti barna getur haft áhrif á biðlistann.
Þiggi foreldrar/forsjáraðilar dvöl fyrir barn sitt í öðrum leikskóla en þau óskuðu eftir í fyrsta vali er möguleiki á að sækja um flutning síðar. Til að tryggja stöðugleika barns og skólastarfs er reynt að verða við flutningsbeiðni í upphafi næsta skólaárs á eftir.
Við innritun er reynt að taka tillit til barna sem eiga eldra systkini í umsóknarleikskóla. Ef systkini fær úthlutað dvöl í sama leikskóla og eldra systkini er skilyrði að búið sé að úthluta dvöl fyrir eldri börn á biðlistanum í einhverjum af þeim leikskólum sem sótt var um í. Auk þess er skilyrði að eldra systkini eigi að minnsta kosti eftir 6 mánuði af leikskóladvöl við upphaf skóladvalar yngra systkinis.
Forgangur
Heimilt er að verða við beiðni um forgang í leikskóla Kópavogs vegna:
1. Barna sem hafa náð 4-5 ára aldri.
2. Alvarlega fatlaðra barna, sem vegna alvarlegrar þroskaröskunar, geðröskunareða líkamlegrar hömlunar, sem þurfa sérstakar íhlutun. Læknisvottorð og greining ef hún liggur fyrir skal fylgja forgangsumsókn.
3. Langveikra barna sem þarfnast læknisfræðilegrar meðferðar vegna alvarlegs og langvinns sjúkdóms. Læknisvottorð skal fylgja forgangsumsókn
4. Barna sem búa við eftirfarandi erfiðleika í uppeldisaðstæðum:
a. Barnaverndarmál. Rökstuðningur frá barnaverndarþjónustu skal fylgja umsókn.
b. Alvarleg og langvinn veikindi eða fötlun hjá foreldrum/forsjáraðilum barnsins eða systkinum þess. Læknisvottorð skal fylgja umsókn. Ef gögn systkinis liggja fyrir á skrifstofu Menntasviðs er nóg að vísa í þau, nafn og kennitala þarf að fylgja umsókn.
c. Foreldri með forsjá hefur ekki náð 18 ára aldri.
5. Barna starfsfólks í leikskólum Kópavogs.
Starfsfólk leikskóla getur sótt um forgang í leikskóla Kópavogs, svo fremi sem leikskólastjóri mæli með forgangnum. Starfshlutfall starfsmanns þarf að vera að lágmarki 75%. Láti starfsmaður af störfum áður en komið er að barni hans á biðlista, missir barnið forgangsrýmið og hættir um leið og starfsmaðurinn.
Deildarstjóri leikskóladeildar tekur ákvörðun um forgang. Leikskóladvöl barns með forgang hefst í fyrsta lagi við tólf mánaða aldur. Umsókn um forgang skal berast skriflega og studd viðeigandi gögnum.
Dvöl
Leikskólar Kópavogs eru opnir frá kl. 7:30 til 16:30. Dvalartími barna getur verið breytilegur milli daga. Leikskólinn er gjaldfrjáls ef dvalarstundir eru 30 klukkustundir í viku eða færri. Ekki er hægt að skrá börn í dvöl seinna en kl. 09:00 að morgni. Barn getur verið fjóra daga í viku en að lágmarki 4 tíma þá daga sem barn er í dvöl. Opnunartími milli 7:30-8:00 og lokunartími milli 16:00-16:30 er háður því að það séu að lágmarki 3 börn með skráðan dvalartíma á viðkomandi tíma. Séu færri börn með skráðan dvalartíma á þeim tíma er leikskólastjóra heimilt að skerða opnunartíma sem því nemur. Gildir sú ákvörðun leikskólaárið. Hvert barn hefur ákveðinn dvalartíma dag hvern, miðað skal við að börn komi og fari innan dvalartíma.Öll börn taka þátt í þeim máltíðum sem falla innan dvalartíma þeirra.
Ef foreldrar/forsjáraðilar óska eftir tímabundinni styttingu á dvalartíma t.d. vegna fæðingarorlofs eða atvinnumissis, er orðið við þeirri beiðni. Foreldrum/forsjáraðilum er jafnframt tryggð lenging dvalartíma þegar starf hefst að nýju, sé eftir því óskað.
Dvalargjald
Dvalargjöld reiknast samkvæmt gildandi gjaldskrá.
Foreldrar/forsjáraðilar með lágar tekjur geta sótt um tekjutengdan afslátt af dvalargjöldum í leikskóla í gegnum þjónustugátt. Sjá nánari upplýsingar í reglum um tekjutengda afslætti.
Gjöld og afslættir reiknast á það foreldri/forsjáraðila sem barnið á lögheimili hjá nema samkomulag sé um skipta búsetu. Beiðni um breytingu á greiðanda skal ávallt undirrituð af foreldri/forsjáraðila sem tekur við greiðslum. Sé viðkomandi hvorki með lögheimili barns né samkomulag um skipta búsetu skal beiðnin undirrituð af báðum foreldrum/forsjáraðilum.
Systkinaafsláttur er veittur í samræmi við gildandi gjaldskrá.
Starfsmenn sem starfa í leikskólum Kópavogs og eru að lágmarki í 75% starfi geta sótt um 40% afslátt af dvalargjöldum.
Kópavogsbær greiðir ekki fyrir barn sem dvelur í leikskóla í öðru sveitarfélagi samtímis því að halda rými í Kópavogi.
Uppsagnarfrestur
Gagnkvæmur uppsagnarfrestur er einn mánuður og miðast við fyrsta eða fimmtánda hvers mánaðar. Foreldrar/forsjáraðilar þurfa að skila uppsögn á leikskóladvöl til leikskólastjóra. Ef leikskólagjöld eru í vanskilum sem nemur 3 mánuðum eða lengur er leikskóladvöl sagt upp. Ef óskað er eftir samkomulagi um greiðslu vanskila skal hafa samband við innheimtudeild.
Samkomulag milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu kveður á um að barni sem flytur á milli sveitarfélaga sé heimilt að dvelja áfram í leikskóla í því sveitarfélagi sem flutt er úr í allt að tólf mánuði frá flutningi lögheimilis eða þar til barnið fær úthlutað dvöl í lögheimilissveitafélagi. Foreldrar/forsjáraðilar skulu sækja um leikskóladvöl hjá sveitarfélaginu sem flutt er í og einnig um um framlengingu á dvöl barns vegna flutnings hjá sveitarfélagi sem flutt er úr. Ef þjónusta sem börn þurfa á að halda er ekki í sveitarfélaginu sem flutt er í geta tímamörk verið rýmri. Barn á lokaári hefur tækifæri til að ljúka leikskólagöngu sinni í sveitarfélaginu sem flutt er úr. Lögheimilissveitarfélagið greiðir kostnað við leikskóladvöl barnsins samkvæmt viðmiðunargjaldskrá Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Endurskoðað í febrúar 2021
Endurskoðað í desember 2023
Endurskoðað í janúar 2024
Samþykkt í leikskólanefnd apríl 2024
Þegar Veðurstofa Ísland varar við slæmu veðri, þá er viðvörunarkerfi notað og mikilvægt að taka það alvarlega. Sérstaklega ef varað er við miklum stormi/vindi, úrhelli, snjókomu, frostregni og/eða ofsakulda. Þegar viðvaranir eru gefnar út gefa almannavarnir út leiðbeiningar eftir aðstæðum og viðvörunum Veðurstofu Íslands.
Sjá nánar um Óveður
Sjá nánar viðvaranir í litum í samræmi við hættustig veðurs.
Tilmæli til foreldra/forráðamanna barna í skólum, frístunda – og íþróttastarfi.
Sjá nánar um Röskun á skólastarfi
Gjaldskrá tekur gildi 1. janúar 2025
Gjaldskrá tekur gildi frá og með þeim degi sem vistun barns hefst, óháð aðlögunartíma. Nánari upplýsingar um innritun og fleira má finna í reglum um innritun leikskóla.
Afslættir
Frá 1. september 2023 hefur gefist kostur á að sækja um tekjutengda afslætti af dvalargjöldum.
Nýjar reglur um tekjutengdan afslátt taka gildi frá 1. janúar 2024. Sérstakir afslættir fyrir einstæða foreldra, öryrkja og námsmenn féllu úr gildi 31.12.2023.
Starfsfólk í leikskólum í 75% eða hærra starfshlutfalli á rétt á 40% afslætti.
Systkinaafsláttur helst óbreyttur og reiknast ofan á tekjutengdan afslátt þegar við á.
Tekjutengdir afslættir
Tekjutengdan afslátt og tekjuviðmið frá 1. janúar 2025 má sjá hér að neðan:
Einstæðir: Í sambúð:
Tekjuviðmið | Afsláttur | Tekjuviðmið | Afsláttur | |
0 - 460.000 kr. | 50% | 0 - 660.000 kr. | 50% | |
461.001 - 750.000 kr. | 40% | 660.001 - 980.000 kr. | 40% | |
750.001 - 790.000 kr. | 30% | 980.001 - 1.020.000 kr. | 30% | |
790.001 - 830.000 kr. | 20 % | 1.020.001 - 1.060.000 kr | 20 % | |
830.001 - 870.000 kr. | 10% | 1.060.001 - 1.100.000 kr | 10% |
Frekari upplýsingar um tekjutengdan afslátt er að finna í reglum um tekjutengdan afslátt.
Hægt er að sækja um tekjutengdan afslátt í þjónustugátt. Umsókn um afslátt þarf að berast fyrir 20. dag mánaðar til þess að taka gildi frá og með næstu mánaðarmótum á eftir. Afsláttur er ekki veittur afturvirkt.
Systkinaafsláttur
Systkinaafsláttur fer eftir fjölda yngri systkina. Systkinaafsláttur er 30% af dvalargjaldi ef barn á eitt yngra systkini, en 100% af dvalargjaldi ef barn á tvö yngri systkini eða fleiri í leikskóla eða í dvöl hjá dagforeldri. Systkinaafsláttur reiknast af dvalargjaldi eldri systkina. Systkinaafsláttur reiknast ofan á aðra afslætti. Ekki er veittur afsláttur af fæðisgjöldum. Ekki þarf að sækja um systkinaafslátt.
Hægt er að skoða leikskólagjöld útfrá mismunandi fjölda dvalartíma og afsláttum í reiknivél leikskólagjalda. Hægt er að skoða alla reikninga undir Gjöld í þjónustugátt.
Hér að neðan eru dæmi um dvalargjöld með afsláttum.
Dvalargjöld með 30% afslætti:
Nánari upplýsingar gefur innritunarfulltrúi leikskóla í síma 441 0000 á milli 11-12 alla virka daga nema miðvikudaga.
Allar gjaldskrár Kópavogsbæjar eru birtar með fyrirvara um villur.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin