Á næstu vikum verða settir skynjarar í alla grenndargáma og málmumbúðum og gleri safnað á öllum grenndarstöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Innleiðingin hefst í Kópavogi 30.janúar og tekur tvær vikur.
Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt að vísa áfram til samþykktar bæjarstjórnar drögum að viljayfirlýsingu við Aflvaka Þróunarfélag um uppbyggingu 5.000 íbúða lífsgæðakjarna á jörðinni Gunnarshólma sem liggur norðan við Suðurlandsveg, skammt austan við Hólmsheiði og Rauðavatn.
Kársnesskóla verður skipt upp í tvo sjálfstæða skóla á skólaárinu 2024 til 2025 samkvæmt tillögu menntasviðs Kópavogsbæjar sem samþykkt hefur verið í bæjarstjórn Kópavogs.
Ljóðstafur Jóns úr Vör var veittur við hátíðlega athöfn í Salnum í Kópavogi sunnudaginn 21. janúar. Ljóðstafinn hlaut Vala Hauksdóttir fyrir ljóðið Verk að finna.