Börn á aldrinum fimm til átján ára, fædd 1996 til 2009, fengu 1. september síðastliðinn frístundastyrk að upphæð 15.000 krónur til ráðstöfunar á haustönn 2014.
Leikskólinn Álfaheiði í Kópavogi er einn sex leikskóla landsins sem hefur verið valinn sem frumkvöðlaleikskóli til þess að nota forvarnarverkefnið Vináttu frá Barnaheill í vetur.
Sýningarnar Hughrif eftir Hólmfríði Árnadóttur og Óp/Op eftir Jón B.K. Ransu verða opnaðar í Listasafni Kópavogs-Gerðarsafni, laugardaginn 15. nóvember klukkan 15.
Skólahljómsveit Kópavogs, fimleikafélagið Gerpla og Kjarninn, félagsmiðstöðin í Kópavogsskóla og Kópavogsskóli eru handhafar jafnréttis- og mannréttindaviðurkenningar Kópavogs í ár