Torfi Tómasson, frá félagsmiðstöðinni Fönix í Salaskóla, kom sá og sigraði í söngkeppni félagsmiðstöðva í Kópavogi sem fram fór í Salnum fyrir fullu húsi í gærkvöld.
Vatnsrennslið í Kópavogi jókst til muna á fyrstu mínútunum í hálfleik Íslendinga og Króata í gær. Notkunin fór úr 175 lítrum á sekúndu í 257 lítra á sekúndu frá kl. 20:00 til 20:14.
Jón Margeir Sverrisson, sundmaður úr Fjölni/Ösp og Íris Mist Magnúsdóttir, fimleikakona úr Gerplu, voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2012.
Níu starfsmenn Kópavogsbæjar áttu 25 ára starfsaldursafmæli á árinu 2012. Þeir voru af því tilefni heiðraðir við hátíðlega athöfn í bæjarstjórnarsal Kópavogsbæjar í gær.
Sorphirðudagatal Kópavogs fyrir árið 2013 hefur nú litið dagsins ljós. Litapunktar sýna á hvaða dögum tunnur eru tæmdar í viðkomandi hverfum. Athugasemdir eða ábendingar skulu berast áhaldahúsi Kópavogs í síma 570 1660.