Ef foreldrar óska eftir að börn þeirra sæki skóla í öðru sveitarfélagi en lögheimili þess segir til um, þurfa þeir að sækja um skólavist á sérstöku eyðublaði sem hægt er að nálgast í Þjónustugátt.

Umsóknir um skólavist í sveitarfélagi utan lögheimilis nemanda þurfa að hafa borist fyrir 1. apríl ár hvert. Sækja þarf um árlega ef skólavist varir lengur en eitt ár. Sama gildir ef sótt er um sjálfstætt starfandi skóla.

Upplýsingar

Hvað kostar þjónustan?

Þegar skólavist í öðru sveitarfélagi er samþykkt, greiðir Kópavogur því sveitarfélagi sem nemandinn stundar nám í ákveðna upphæð sem ákvörðuð er á grunni reglna sem Samband íslenskra sveitarfélaga setur. Upphæðin er endurskoðuð árlega.

Ef sótt er um sjálfstætt starfandi skóla greiðir Kópavogur í samræmi við gjaldskrá Kópavogs um framlög til sjálfstætt starfandi skóla. Foreldrar greiða skólagjöld samkvæmt gjaldskrá viðkomandi skóla.

Hvernig er sótt um nám í öðru sveitarfélagi?

Sækja þarf um námsvist í gegnum Þjónustugátt.

Umsóknir um skólavist í sveitarfélagi utan lögheimilis nemanda þurfa að hafa borist fyrir 1. apríl ár hvert. Sækja þarf um árlega ef skólavist varir lengur.

Nánari upplýsingar

Allar nánari upplýsingar gefur rekstrarfulltrúi menntasviðs í síma 441 0000