Upplýsingar

Listi yfir starfandi dagforeldra

Hvernig er sótt um pláss hjá dagforeldri ?

Dagforeldrar sjá um innritun og skráningu barna.

Framlög vegna dvalar barna hjá dagforeldrum - gjaldskrá

Dagforeldrar eru sjálfstætt starfandi. Gjaldskrá er frjáls og hvert dagforeldri setur fram sína gjaldskrá. Kópavogsbær greiðir ákveðna upphæð með hverju barni sem er vistað hjá dagforeldrum. Framlag með barni ræðst af hjúskapar- og námsstöðu foreldra. Sjá nánar: Framlög vegna dvalar barna hjá dagforeldrum - gjaldskrá.

Hvernig er sótt um framlag?

Dagforeldri fyllir út dvalarsamning rafrænt inn á Þjónustugátt Kópavogsbæjar. Dagforeldri og foreldri staðfesta með rafrænni undirritun. 

Þegar vistun lýkur er dvalarsamningi sagt upp með mánaðar fyrirvara rafrænt í gengum Þjónustugátt. 

Fyrirspurnir, ábendingar og ráðgjöf

Þú getur komið ábendingu eða kvörtun um þjónustu dagforeldra á framfæri við daggæslufulltrúa Kópavogsbæjar. Með kvartanir og ábendingar er farið samkvæmt

Þér er einnig velkomið að leita ráða um það sem þér liggur á hjarta og varðar barnið þitt eða annað varðandi daggæslu.

Starfsleyfi dagforeldra

Gæða - og eftirlitsstofnun velferðarmála veitir leyfi til daggæslu að uppfylltum ákveðnum skilyrðum  og dagforeldrar gera þjónustusamning við bæinn. Í fyrstu er leyfi veitt til eins árs reynslutíma, en eftir það til allt að 5 ára í senn. Á reynslutíma má dagforeldri hafa 4 börn samtímis í gæslu að meðtöldum eigin börnum undir 6 ára aldri,  eftir a.m.k. eins árs samfelldan starfstíma er heimilt að veita leyfi fyrir 1 barni til viðbótar.  Sjá reglugerð.

Eftirlit og ráðgjöf

Dagforeldrar og foreldrar gegna ákveðnu eftirliti, en auk þess er eftirlit og ráðgjöf á höndum Menntasviðs Kópavogsbæjar. Eftirlitsaðili fer a.m.k. í þrjár óboðaðar heimsóknir árlega til dagforeldra.  

Reglugerðir

Reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um dagforeldra gefur daggæslufulltrúi í síma 441 0000