Kjörstjórn

Kjörstjórn Kópavogs ber ábyrgð á að undirbúa og sjá um framkvæmd kosninga í sveitarfélaginu.

Kjörstjórn Kópavogs er skipuð til fjögurra ára af bæjarstjórn Kópavogs að loknum sveitarstjórnarkosningum. Kjörstjórn ber ábyrgð á að undirbúa og sjá um framkvæmd kosninga í sveitarfélaginu, til alþingis, sveitarstjórna, forseta og sömuleiðis þegar um þjóðaratkvæðagreiðslur er að ræða.

 Í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga ber kjörstjórn Kópavogsbæjar ábyrgð á því að framboðslistar séu gildir og meðmælendalistar í lagi.

Síðast uppfært 18. október 2024