Stuðningsþjónusta hefur það markmið að aðstoða og hæfa notendur sem þurfa aðstæðna sinna vegna á stuðningi að halda við athafnir daglegs lífs, við heimilishald og/eða til þess að rjúfa félagslega einangrun. Stuðningsþjónusta skal stefna að því að efla viðkomandi til sjálfsbjargar og gera honum kleift að búa sem lengst í heimahúsi. Þjónustan getur verið veitt bæði innan og utan heimilis til lengri eða skemmri tíma.

Þjónustan getur falið í sér eftirfarandi þjónustuþætti:

  • Stuðningur við athafnir daglegs lífs, sem tekur mið af þörfum notanda.
  • Stuðningur við heimilishald er stuðningur við þau verk sem þarf að leysa af hendi á heimili
    notanda svo hann geti búið heima þar með talið heimilisþrif.
  • Félagslegur stuðningur sem miðar einkum að því að rjúfa félagslega einangrun og hefur það markmið að styðja og hvetja notanda til félagslegrar þátttöku.
  • Heimsending matar er fyrir þá notendur sem ekki geta annast matseld sjálfir og hafa ekki tök á að borða í félagsmiðstöðvum aldraðra.
  • Aðstoð viðbragðsteymis er veitt á heimilum þar sem verulegrar tiltektar er þörf áður en önnur stuðningsþjónusta getur hafist.
  • Hópstuðningur er stuðningur sem veittur er í hópi, þegar við á, að höfðu samráði við viðkomandi einstakling.

Hvernig er sótt um stuðningsþjónustu í formi heimaþjónustu?

Sækja þarf um stuðningsþjónustu rafrænt í gegnum þjónustugátt eða skila inn skriflegri umsókn í þjónustuver. Í kjölfarið er stuðningsþörf umsækjanda metin og umsóknin tekin til afgreiðslu.

Nánari upplýsingar má fá í þjónustuveri Kópavogsbæjar í síma 441 0000.

Gjaldskrá félagsleg heimaþjónusta

Prenta gjaldskrá

Gildir frá október 2024

Neðri mörk
Efri mörk
Gjaldflokkar
Kr./klst.
Einstaklingar
417.391
Flokkur 0
0
417.392
522.991
Flokkur I
655
522.992
Flokkur II
1.324
Tekjumörk hjóna og sambýlisfólks
678.260
Flokkur 0
0
678.261
849.860
Flokkur I
655
849.861
Flokkur II
1.324

Heimsendur matur

Máltíð
Verð kr.
Stök máltíð
1.265
Akstur
484

Akstur

Akstur með þjónustuþega
Verð per km
141 kr

Nánari upplýsingar

Þjónustustjórar eru með símatíma fyrir notendur heimastuðningsins alla virka daga á milli 10 .00 og 11.00 í síma 441-0000.
Einnig er hægt að senda póst á netfangið: heimathjonusta(hjá)kopavogur.is

Sumarlokun heimaþjónustunnar

Frá og með 10. júlí til og með 7. ágúst 2024.