Drög að endurskoðaðri lýðheilsustefnu hafa nú verið sett í samráðsgátt og gefst Kópavogsbúum frá 14 ára aldri (fædd 2008 eða fyrr), sem hafa rafræn skilríki, tækifæri til að segja skoðun sína á drögunum og koma á framfæri nýjum hugmyndum. Drögin verða í samráðsgátt til og með 31. janúar 2022.
Fyrir tæpu ári síðan lögðu fimm leikskólar hér í Kópavogi af stað saman í skemmtilega vegferð í að verða Réttindaskólar Unicef. Leikskólarnir eru Arnarsmári, Álfaheiði, Furugrund, Kópahvoll og Sólhvörf.
Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs og Valdimar Þór Svavarsson framkvæmdastjóri Samhjálpar skrifuðu undir samning um áframhaldandi rekstur á áfangaheimili við Dalbrekku í Kópavogi, föstudaginn 10. desember.