20.02.2015
Nýtt húsnæði fyrir fatlaða í Kópavogi
Velferðasviði Kópavogsbæjar voru í dag afhentir lyklar að Austurkór 3 sem er íbúðakjarni fyrir fatlaða. Í Austurkór eru sex íbúðir ásamt aðstöðu fyrir starfsmenn sem veita íbúum þjónustu allan sólarhringinn. Þá hefur verið lokið þeim tíu íbúðum sem samþykkt var að reisa árið 2012 en framkvæmdir eru hafnar við fjórar nýjar þjónustuíbúðir sem afhentar verða um mitt næsta ár.