Fréttir & tilkynningar

Nýtt undirlag var lagt undir bæði leiktæki og stíga en þetta er fyrsti leikvöllurinn í Kópavogi sem…

Leiksvæði við Eskihvamm endurgert

Endurbótum er lokið á leiksvæði þar sem Eskihvammur og Reynihvammur mætast og hefur svæðið verið tekið algjörlega í gegn. Framkvæmdum lauk í byrjun sumars 2024. Leiktæki fyrir börn á öllum aldri, bekkir og flokkunartunna er meðal þess sem er að finna á leiksvæðinu eftir endurgerð.
Á myndinni eru frá vinstri: Soffía Karlsdóttir, forstöðumaður menningarmála, Védís Hervör Árnadótti…

Salurinn í sóknarfæri

Starfsemi Salarins er best komin í höndum Kópavogbæjar, þar sem tónlistarmenningarlegt hlutverk hans er samofið öðru menningarstarfi bæjarins ásamt tónlistarkennslu og barnastarfi.
Á myndinni eru frá vinstri: Tanja Tómasdóttir framkvæmdastjóri Breiðablik, Ásgeir Baldurs, formaður…

Grindvíkingar æfa í Kópavogi

Meistaraflokkar Grindavíkur í körfubolta karla og kvenna fá æfingaaðstöðu í íþróttahúsi Kársnesskóla í vetur. Ásdís Kristjánsdóttir og Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur undirrituðu samning um efnið í vikunni að viðstöddum fulltrúum Breiðablik og Ungmennafélags Grindavíkur, UMFG.
Meðal þess sem hefur verið valið í Okkar Kópavogi eru leiktæki í Guðmundarlundi.

Hugmyndasöfnun hafin í Okkar Kópavogi

Hugmyndasöfnun í Okkar Kópavogi er hafin en frá 12.september til 9.október verður hægt að koma hugmyndum á framfæri á vef verkefnisins.
Vogatunga milli Digranesvegar og Hlíðarvegar lokuð vegna malbikunarframkvæmda

Lokunartilkynning 12. sept.

Vegna veðurs seinkar endurnýjun malbiks á Vogutungu til Fimmtudagsins 11. september
Íbúar í Gnitaheiði ásamt Orra Hlöðverssyni, formanni bæjarráðs, Bergi Þorra Benjamínssonar, formann…

Gnitaheiði er gata ársins 2024

Gnitaheiði er gata ársins 2024 í Kópavogi . Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina.
Árshlutareikningur Kópavogsbæjar 2024 var lagður fram 5.september 2024.

Afkoma Kópavogsbæjar 840 milljónir umfram áætlanir

Árshlutareikningur Kópavogsbæjar 2024 var lagður fram í bæjarráði Kópavogs í morgun, fimmtudaginn 5.september.
Árlegur plöntuskiptidagur Garðyrkjufélags Íslands fer fram 31. ágúst.

Plöntuskiptidagur 31. ágúst við Bókasafn Kópavogs

Árlegur plöntuskiptidagur Garðyrkjufélags Íslands fer fram við aðalsafn Bókasafns Kópavogs laugardaginn 31. ágúst kl. 12:00 - 14:00.
Digranesvegur er ein þeirra gatna þar sem breytingar á hámarkshraða urðu.

Götumerkingum og skiltum breytt

Hámarkshraða á götum í Kópavogi hefur verið breytt þannig að umferðarhraði tekur mið af umhverfi og virkni gatna. Markmiðið er að draga úr líkum á slysum. Vinna við að skipta út skiltum þar sem þess var þörf hófst eftir páska 2024 og er að mestu leyti lokið nú í byrjun hausts 2024. Þá var máluðum merkingum á götum einnig breytt í vor og sumar.
Heildarfjöldi nemenda er rétt um 5000.

Skólasetning í grunnskólum

Skólasetning í grunnskólum Kópavogsbæjar verður föstudag 23. ágúst en kennsla hefst samkvæmt stundaskrá mánudag 26. ágúst. 454 börn hefja skólagöngu í 1. bekk í grunnskólum Kópavogs núna í ágúst.