Átján tónleikar verða í tónlistarhúsinu Salnum í Kópavogi næstu þrjár vikurnar. Þetta er metfjöldi tónleika á þremur vikum og stefnir í metaðsókn en gera má ráð fyrir um 4.000 gestum á tímabilinu.
Bæjarstjóri Kópavogs, Ármann Kr. Ólafsson, ræddi í dag við unga íþróttaiðkendur í HK og Breiðablik. Heimsóknin var hluti af innleiðingu á verkefninu TUFF-Ísland í Kópavogi.