85% eru ánægð með Kópavog sem stað til að búa á að því er fram kemur í könnun Gallup á þjónustu sveitarfélaga. Í könnuninni er spurt um viðhorf til þjónustu stærstu sveitarfélaga í ýmsum málaflokkum. Kópavogsbær er yfir meðaltali sveitarfélaga í flestum liðum.
Stefán L. Stefánsson, tæknifræðingur, og Smári Smárason, arkitekt, voru kvaddir við starfslok hjá Kópavogsbæ en þeir hafa unnið hjá bænum um áratugaskeið.
Dvalartími barna í leikskólum Kópavogs hefur styst verulega eftir að breytingar á skipulagi og starfsumhverfi leikskólanna tóku gildi síðastliðið haust. Í fyrsta sinn um árabil er meirihluti barna í skemmri dvöl en átta tíma á dag. Þá hefur enginn leikskóli þurft að loka deildum það sem af er skólaárinu vegna manneklu og eru flestir leikskólar fullmannaðir.
Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs tók í dag skóflustungu að nýjum sjö íbúðakjarna fyrir fatlað fólk sem rísa mun við Kleifakór 2 ásamt formanni velferðarráðs, fulltrúum starfsfólks Kópavogsbæjar og framkvæmdaraðila.