Fróðleiksskilti

Hlutverk skiltanna er að uppfræða bæjarbúa um umhverfi og gera sögu bæjarins sýnilegri.

Undanfarna tvo áratugi hafa fróðleiksskilti verið sett upp víða í Kópavogi. Umfjöllunarefni þessara skilta er fjölbreytt og má þar nefna náttúruminjar, þjóðtrú og dýralíf. Frá árinu 2012 hafa sum skiltanna verið sett upp í samstarfi við Sögufélag Kópavogs og hefur Umhverfis- og samgöngunefnd haft umsjón með staðsetningu og frágang á þeim. 

Síðast uppfært 13. janúar 2020