Fréttir & tilkynningar

Ný grenndarstöð við Vallakór tekin í gagnið.

Nýjar grenndarstöðvar við Vallakór og Bakkabraut

Ný grenndarstöð við Vallakór var tekin í notkun þann 10. júlí en hún er stærri grenndarstöð þar sem einnig er hægt að flokka pappa og plast. Ný grenndarstöð á Kársnesi, við Bakkabraut, opnaði 23. júlí en þar eru gámar fyrir gler og málma.
Gönguhópur Virkni og Vellíðan gekk 4 kílómetra hring í kringum Kársnesið miðvikudag 24. júlí.

Gönguhópur Virkni og Vellíðan

Gönguhópur Virkni og Vellíðan hittist vikulega á miðvikudögum fyrir hádegi en öllum Kópavogsbúum er velkomið að taka þátt. Virkni og Vellíðan er verkefni sem miðar að heilsueflingu fyrir 60 ára og eldri í Kópavogi.
Gerðarsafn er framsækið nútíma- og samtímalistasafn í Kópavogi. Starfsemi safnsins endurspeglar stö…

Framkvæmdir við útisvæði Gerðarsafns

Framkvæmdir standa yfir við hliðina á Gerðarsafni og Krónikunni við útisvæðið. Til stendur að gefa verkum eftir Gerði Helgadóttur varanlegan stað og einnig verða haldnar tímabundnar sýningar í garðinum. Áætlað er að framkvæmdum ljúki í lok sumars og efnt verður til formlegrar opnunar garðsins þegar nær dregur.
Kubbur tekur við sorphirðu 1.ágúst.

Kubbur tekur við sorphirðu í Kópavogi

Frá og með 1.ágúst tekur fyrirtækið Kubbur við stærstum hluta sorphirðu í Kópavogi af Íslenska gámafélaginu. Kubbur mun sjá um alla sorphirðu fyrir utan djúpgáma sem verða áfram tæmdir af Íslenska gámafélaginu.
Jafningjafræðarar í Kópavogi 2024: Elísabet Heiða Harðardóttir, Elísabet Inga Helgadóttir, Gabríel …

Jafningjafræðsla í fyrsta skipti í Kópavogi

Jafningjafræðsla fer fram í fyrsta skipti á vegum Kópavogs í sumar. Ungmennin sem starfa sem jafningjafræðarar í Kópavogi í sumar eru 7 talsins á aldrinum 16-19 ára. Þau heimsækja hópa á vegum Vinnuskóla Kópavogs ásamt félagsmiðstöðvum í Kópavogi og eiga samtal við önnur ungmenni um ýmis málefni viðkomandi þeim á jafningjagrundvelli.
Haldið verður áfram framkvæmdum við göngurbrú yfir Diommu í október þegar laxveiðitímabili lýkur. M…

Arnarnesvegi miðar vel

Framkvæmdum við Arnarnesveg, milli Breiðholtsbrautar og Rjúpnavegar, miðar vel. Unnið er að nýrri aksturs- og göngubrú yfir Breiðholtsbraut, nýjum undirgöngum undir Breiðholtsbraut til móts við Völvufell, vegagerð og göngu- og hjólastígum í Elliðaárdal, auk fleiri verkefna.
Verkefni Bacterial Girls snýst um að taka bakteríusýni af mörgum af helstu kennileitum Kópavogs og …

Bolir skreyttir bakteríum

Listhópurinn Bacterial Girls heldur vinnusmiðju í Bókasafni Kópavogs þar sem hægt er koma með eigin boli og gefa þeim nýtt líf.

Fjölbreytt sumarnámskeið hjá Siglingafélaginu Ými

Siglingafélagið Ýmir heldur utan um sumarnámskeið fyrir börn og fullorðna. Félagið býður upp á fjölmörg og fjölbreytt vikulöng námskeið en síðustu námskeið sumarsins fara fram í næstu viku, 22. - 26. júlí. Boðið er upp á námskeið í siglingu, leikjum og náttúruskoðun.
Glæsilegur hópur nýútskrifaðra ásamt starfsfólki leikskóladeildar og sviðsstjóra menntasviðs.

Nýútskrifaðir leikskólakennarar í Kópavogi

Leikskóladeild fagnaði með nýútskrifuðu leikskólakennurunum og þeirra leikskólastjórum á dögunum. Að þessu sinni voru það 7 leikskólakennarar sem útskrifuðust þann 15. júní síðastliðinn frá Háskóla Íslands. Allir leikskólakennararnir hafa stundað nám í leikskólakennarafræðum samhliða vinnu hjá Kópavogsbæ og hafa hlotið námsstyrki.
Fannar Jónasson, Ásdís Kristjánsdóttir og Ómar Þorsteinsson.

Grindvíkingar í Kópavogsbúið

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, afhenti Fannari Jónassyni, bæjarstjóra Grindavíkur lykla að íbúðum í gamla Kópavogsbúinu við hátíðlega viðhöfn miðvikudaginn 10. júlí en íbúðirnar verða til afnota fyrir eldra fólk úr Grindavík fyrsta árið.