Hópur barna frá austurströnd Grænlands dvelur um þessar mundir í Kópavogi til að læra sund. Í gær varð hópurinn þess heiðurs aðnjótandi að vera boðinn að Bessastöðum þar sem forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, tók á móti börnunum, kennurum og skipuleggjendum ferðarinnar.
Fellasmári er gata ársins í Kópavogi 2023. Tilkynnt var um valið þegar viðurkenningar umhverfis- og samgöngunefndar voru veittar, fimmtudaginn 14.september en bæjarstjórn Kópavogs velur ár hvert götu ársins.