Svæðisskipulag

Svæðisskipulag er áætlun sem tekur yfir fleiri en eitt sveitarfélag. Hlutverk þess er að samræma stefnu 12 ára stefnu um landnotkun, samgöngu- og þjónustukerfi, umhverfismál og þróun byggðar.

Svæðisskipulag er skipulagsáætlun sem tekur til tveggja eða fleiri samliggjandi sveitarfélaga sem mynda landfræðilega, hagræna eða félagslega heild. Í skipulaginu er sett fram stefna viðkomandi sveitarfélaga um sameiginlega hagsmuni s.s. byggðaþróun, samgöngur og annað sem við getur átt.

Einnig á  að útfæra landsskipulagsstefnu á viðkomandi svæði. Stefnumörkun  má ekki vera skemmri en tólf ár. Svæðisskipulag er rétthærra aðalskipulagi sveitarfélaga en samræmi verður að vera milli gildandi skipulagsáætlanir innan sama svæðis.

Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins nefnist Höfuðborgarsvæðið 2040 og er sameiginleg uppbyggingaráætlun allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu.

Síðast uppfært 31. október 2024