Okkar Kópavogur - spurt og svarað

Hugmyndasöfnun hefst að nýju 12. september 2024

Hér má finna svör við algengum spurningum varðandi verkefnið. Ef nánari upplýsinga er óskað er hægt að hafa samband við Þjónustuver Kópavogsbæjar í síma 441 0000 eða í gegnum netfangið okkarkopavogur(hjá)kopavogur.is

Hvert er markmið verkefnisins?

Markmið verkefnisins er að:

  • hvetja íbúa til að láta sig nærumhverfið varða og hafa skoðun á því,
  • íbúar komi hugmyndum sínum á framfæri,
  • íbúar taki þátt í að ráðstafa fjármagni sveitarfélagsins.

Hvernig get ég komið minni hugmynd á framfæri?

Hugmyndum er komið á framfæri á rafrænum hugmyndavef verkefnisins, https://betraisland.is/community/9981, sem opnar 12. september næstkomandi. Einnig er hægt að leita aðstoðar í Þjónustuveri Kópavogs og á bókasafni Kópavogs á tíma hugmyndasöfnunarinnar, þ.e. 12. september til 9. október 2024.

Á hugmyndavefnum er hægt að kynna sér hugmyndir annarra og ræða þær.

Hvernig virkar hugmyndavefurinn?

Þú skráir þig inn í vefinn með netfangi eða Facebook aðgangi og byrjar á að gefa hugmyndinni þinni nafn, útskýrir hana nánar og rökstyður. Hægt er að staðsetja hugmyndina á korti og láta mynd fylgja með til nánari útskýringar.  

Hvernig er best að setja hugmynd á vefinn?

Þú þarft að byrja á því að fara inn á vefsíðu verkefnisins hér (Okkar Kópavogur 2024-2027 (betraisland.is)). Þar býrðu þér til aðgang annað hvort með netfangi eða Facebook aðgangi. Að því loknu getur þú bætt við nýrri hugmynd, gefið henni nafn, útskýrt hana nánar, staðsett á korti og látið mynd fylgja með. Þú getur sett inn eins margar hugmyndir og þú vilt en mundu að hugmyndirnar þurfa að vera á bæjarlandi.

Get ég fengið aðstoð við innsetningu hugmynda?

Já, þú getur fengið aðstoð. Ef nánari upplýsinga eða aðstoðar er óskað vinsamlegast hafið samband í Þjónustuver Kópavogsbæjar í síma 441-0000 eða í tölvupóst á netfangið okkarkopavogur(hjá)kopavogur.is.

Á hvaða tímabili get ég sent inn hugmyndir?

Opið er fyrir innsetningu hugmynda frá 12. september til 9. október 2024. Hugmyndir eru lagðar fram á hugmyndavef verkefnisins.

Hvernig veit ég hvort mín hugmynd sé framkvæmanleg?

Til að hugmynd eigi möguleika á að komast í kosningu þarf hún að:

  • Vera til fjárfestingar en ekki rekstrar.
  • Varða umhverfi á bæjarlandi.
  • Kostnaður einstakra verkefna sé ekki lægri en 1 milljón og ekki hærri en 25 milljónir kr.
  • Líftími fjárfestingar skal vera að lágmarki fimm ár.
  • Samræmast skipulagi eða stefnu Kópavogsbæjar.
  • Vera á fullu forræði Kópavogsbæjar

Hvernig er bænum skipt í bæjarhluta ?

Í ár verður Kópavogi skipt eftir Reykjanesbrautinni endilangri í efri og neðri byggðir. Efri byggðir samanstanda af Vatnsendahverfi og Fífuhvammi (Lindir og Salir). Neðri byggðir samanstanda af Kársneshverfi, Digraneshverfi og Smárahverfi.

Efri byggðum tilheyra Guðmundarlundur og nágrenni, sem og Salalaug. Neðri byggðum tilheyra strandlengjan, báðir dalirnir, Fossvogsdalur og Kópavogsdalur, og Sundlaug Kópavogs.

Hverfaskipting

Hvernig skiptist fjármagn verkefnisins eftir hverfum?

Verkefnið er til þriggja ára og eru 340 milljónum varið í framkvæmdir sem skiptast milli efri og neðri byggða Kópavogs í hlutfalli við íbúafjölda. Fjármagnið skiptist á eftirfarandi hátt:

Tafla 2024 

  

Hver metur hugmyndirnar?

Matshópur skipaður starfsmönnum Kópavogsbæjar fer yfir innsendar hugmyndir út frá skilyrðu verkefnisins.

Hvað verður um hugmyndirnar sem komast ekki áfram í kosningu?

Haldið er vel utan um allar þær hugmyndir sem safnast og þær skoðaðar nánar fyrir önnur verkefni þó þær komist ekki áfram í framkvæmd í Okkar Kópavogi.

Um hvað snúast kosningarnar?

Að íbúar forgangsraði verkefnum í einum bæjarhluta út frá því fjármagni sem þeim bæjarhluta hefur verið úthlutað.

Hvenær verður kosið ?

Kosið verður um 60-100 hugmyndir í ársbyrjun 2025, nákvæmari dagsetningar verða kynntar síðar.

Má ég bara kjósa í mínu hverfi?

Þú mátt kjósa í öðrum hvorum bæjarhlutanum, en ekki báðum. Þú ert ekki bundin/n/ð við að kjósa í þínum bæjarhluta.

Hvernig kýs ég?

Kosningar eru rafrænar, kosningavefur verður opinn á meðan kosningarnar standa yfir.

Allir sem fæddir eru árið 2011 eða fyrr, eru með lögheimili í Kópavogi og eru með rafræn skilríki hafa rétt til að kjósa. Veldu þér bæjarhluta til að kjósa í og veldu verkefni innan þriggja upphæðarflokka. Að því loknu þarf að ýta á "kjósa" og skrá inn rafræn skilríki eða Íslykil.

Þú getur kosið eins oft og þú vilt en aðeins síðasta kosning gildir.

Hvernig nálgast ég auðkenningu eða Íslykil?

Allar nánari upplýsingar um rafræn skilríki má nálgast á www.audkenni.is og um Íslykil á www.island.is/islykill.

Hvenær hefjast framkvæmdir?

Framkvæmdir hefjast fljótlega eftir að kosningu lýkur.

Hvað fer mikið fjármagn í framkvæmdir í heild sinni?

340 milljónum er varið í framkvæmdir árin 2025, 2026 og 2027.

Síðast uppfært 28. júní 2024