Barnasáttmálinn í Kópavogi
Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti 22. maí 2018 að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og komast þannig í alþjóðlegan hóp barnvænna sveitarfélaga. Stýrihópur, með þátttöku barna og ungmenna, vinnur að innleiðingunni, þar sem lögð er áhersla á að vinna með grunnstoðir Barnasáttmálans.
Grunnstoðirnar eru: 2. greinin sem fjallar um jafnræði og enga mismunun, 3. greinin sem fjallar um að við gerum ávallt það sem barni fyrir bestu, 6. greinin sem fjallar um rétt barns til að lifa og þroskast, 12. greinin sem fjallar um rétt barns til að tjá sig.