Auglýst er eftir tilnefningum til viðurkenninga í umhverfismálum í Kópavogi. Viðurkenningarnar eru veittar ár hvert af umhverfis- og samgöngunefnd og bæjarstjórn.
Jazzpíanistinn Sunna Gunnlaugsdóttir er Bæjarlistamaður Kópavogs 2021. Valið var tilkynnt í Salnum í dag, föstudaginn 21 maí. Karen Elísabet Halldórsdóttir formaður lista- og menningarráðs kynnti tilnefninguna að viðstöddum Ármanni Kr. Ólafssyni bæjarstjóra Kópavogs.
Kópurinn, viðurkenningar menntaráðs Kópavogs fyrir framúrskarandi grunnskóla- og frístundastarf í Kópavogi, var veittur við hátíðlega athöfn í Salnum miðvikudaginn 19. maí.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs skrifuðu í dag undir viljayfirlýsingu um að finna nýrri sameiginlegri sundlaug bæjarfélaganna stað um miðbik Fossvogsdals í göngufæri frá grunnskólum dalsins, Snælandsskóla og Fossvogsskóla. Undirritunin fór fram á mörkum sveitarfélaganna um miðbik Fossvogsdals.