Ráð og nefndir

Bæjarráð

Bæjarráð fer ásamt bæjarstjóra með framkvæmdastjórn og fjármálastjórn bæjarfélagsins að því leyti sem þessi mál eru ekki öðrum falin.  Bæjarráð er skipað fimm aðalmönnum og jafnmörgum varamönnum.
Yfirlitssíða bæjarráðs

Forsætisnefnd

Forsætisnefnd bæjarstjórnar Kópavogs skipuleggur starf bæjarstjórna og dagskrá bæjarstjórnarfunda.
Nefndin er skipuð þremur bæjarfulltrúum og jafnmörgum til vara.
Yfirlitssíða forsætisnefndar

Hafnarstjórn

Hafnarstjórn gætir hagsmuna Kópavogshafnar og hefur umsjón með fjármálum, rekstri, viðhaldi og nýbyggingum hafnarinnar.
Fimm eru í hafnarstjórn og jafnmargir til vara.
Yfirlitssíða hafnarstjórnar

Íþróttaráð

Íþróttaráð fer með íþróttamál í umboði bæjarstjórnar. Íþróttaráð er skipað fimm fulltrúum og jafnmörgum til vara. Formaður Íþróttaráðs er Sverrir Kári Karlsson.
Yfirlitssíða Íþróttaráðs

Jafnréttis- og mannréttindaráð

Jafnréttis- og mannréttindaráð fer með mannréttinda-, lýðræðis- og jafnréttismál í umboði bæjarstjórnar. Ráðið er skipað fimm fulltrúum og jafnmörgum til vara. Formaður jafnréttis- og mannréttindaráðs er Heiðdís Geirsdóttir.
Yfirlitssíða jafnréttis- og mannréttindaráðs

Kjörstjórn

Kjörstjórn Kópavogs ber ábyrgð á að undirbúa og sjá um framkvæmd kosninga í sveitarfélaginu, til alþingis, sveitarstjórna og sömuleiðis þegar um þjóðaratkvæðagreiðslur er að ræða.
Yfirlitssíða Kjörstjórnar

Leikskólanefnd

Leikskólanefnd fer með málefni leikskólanna, í umboði bæjarstjórnar, og málefni daggæslu í heimahúsum og gæsluleikvalla.
Nefndin er skipuð fimm fulltrúum og jafnmörgum til vara.
Yfirlitssíða leikskólanefndar

Lista- og menningarráð

Lista- og menningarráð fer með og mótar menningarstefnu bæjarins. Ráðið er skipað fimm fulltrúum auk áheyrnarfulltrúa, og jafnmörgum til vara.
Yfirlitssíða lista- og menningarráðs

Menntaráð

Menntaráð fer með málefni grunnskólanna í umboði bæjarstjórnar og með málefni Skólahljómsveitar Kópavogs, Tónsala og Tónlistarskóla Kópavogs. Nefndin er skipuð sjö fulltrúum auk áheyrnarfulltrúa og jafnmörgum til vara. Ráðið fer einnig með forvarna- og frístundamál.
Yfirlitssíða menntaráðs

Notendaráð í málefnum fatlaðs fólks

Notendaráð í málefnum fatlaðs fólks starfar í umboði bæjarráðs og er markmið þess að bæta þjónustu við fatlað fólk. Ráðið er skipað sjö fulltrúum og jafnmörgum til vara, þrír þeirra eru pólitískir fulltrúar, fjórir eru tilnefndir af hagsmunasamtökum; tveir af Landssamtökunum Þroskahjálp og tveir af Öryrkjabandalagi Íslands.
Yfirlitssíða notendaráðs í málefnum fatlaðs fólks

Skipulagsráð

Skipulagsráð Kópavogs mótar heildarstefnu í skipulagsmálum og gerir tillögu til bæjarstjórnar þar um á grundvelli skipulagslaga. Skipulagsráð er skipað sjö fulltrúum ásamt áheyrnarfulltrúa og jafn mörgum til vara. 
Yfirlitssíða skipulagsráðs

Stjórn Slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins

Stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins starfar í umboði sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu: Reykjavíkurborg, Kópavogsbær, Hafnarfjarðarbær, Garðabær, Mosfellsbær og Seltjarnarneskaupstaður. 
Yfirlitssíða stjórnar slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins

Stjórn Sorpu

Stjórn Sorpu starfar eftir reglum sem byggja á stofnsamningi SORPU bs. /eigendastefnu. Stjórnin er skipuð einum fulltrúa og einum til vara frá hverju aðildarsveitarfélagi og skal hann vera aðalmaður í sveitarstjórn eða framkvæmdastjóri sveitarfélags.
Yfirlitssíða stjórnar Sorpu

Stjórn Strætó

Strætó bs. er í eigu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Stjórn byggðasamlagsins er skipuð einum fulltrúa og einum til vara frá hverju sveitarfélagi. 
Yfirlitssíða stjórnar Strætó

Stjórn Tónlistarskóla Kópavogs

Stjórn Tónlistarskóla Kópavogs starfar í umboði sjálfseignarstofnunarinnar Tónlistarskóla Kópavogs. Í stjórninni eiga fimm menn sæti. 
Yfirlitssíða stjórnar tónlistarskóla Kópavogs

Svæðisskipulagsnefnd

Svæðisskipulagsnefnd vinnur svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, viðheldur því og annast reglubundna endurskoðun. 
Yfirlitssíða Svæðisskipulagsnefndar

Umhverfis- og samgöngunefnd

Umhverfis- og samgöngunefnd Kópavogs fer með málefni umhverfis, náttúruverndar og samgöngumála í umboði bæjarstjórnar. Nefndin er skipuð fimm fulltrúum og jafnmörgum til vara. 
Yfirlitssíða umhverfis- og samgöngunefndar

Ungmennaráð

Ungmennaráð heyrir undir bæjarstjórn Kópavogs. Hlutverk ungmennaráðs er m.a. að skapa ungu fólki vettvang og leiðir til að koma skoðunum sínum og tillögum á framfæri við viðeigandi aðila. Ungmennaráðið er skipað 15 fulltrúum á aldrinum 13-20 ára. Bæjarstjórn kýs tvo fulltrúa úr sínum röðum sem eru tengiliðir bæjarstjórnar við Ungmennaráð Kópavogs.
Yfirlitssíða ungmennaráðs

Velferðarráð

Velferðarráð markar stefnu í félagsþjónustu í Kópavogi og sinnir þeim verkefnum sem ráðinu eru falin lögum samkvæmt. Ráðið er skipað sjö fulltrúum auk áheyrnarfulltrúa, og jafnmörgum til vara. 
Yfirlitssíða velferðarráðs

Öldungaráð

Öldungaráð starfar í umboði bæjarráðs og er markmið þess að bæta þjónustu við aldraða. Ráðið er skipað sjö fulltrúum og jafnmörgum til vara, þrír þeirra eru pólitískir fulltrúar, þrír eru tilnefndir af Félagi eldri borgara í Kópavogi og einn er frá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins.
Yfirsíða Öldungaráðs