Vátryggingin tekur til skipulagðrar starfsemi þess félags sem getið er um í vátryggingarskírteini auk ferða til og frá heimili vegna starfseminnar, t.d. íþróttaæfinga, og ferða innanlands á vegum viðkomandi félaga, t.d. keppnisferða. VÍS greiðir einnig bætur vegna slyss sem vátryggður einstaklingur verður fyrir og gildir þá einu hvernig slysið ber að eða hver á sök á því eða hvort slysið verður við nám eða leik.

  • Tryggingin greiðir bætur vegna sjúkrakostnaðar, tannbrots, varanlegrar örorku og dánarbætur.
  • Vakin er athygli á að læknisfræðileg örorka er sá grundvöllur sem miðað er við þegar bætur úr slysatryggingum eru gerðar upp. Slysatryggingunni er ekki ætlað að bæta fólki tekjumissi til framtíðar og er óháð mati á því hversu mikil áhrif varanleg örorka getur haft á tekjuöflun viðkomandi.
  • Um er að ræða barnatryggingu, þegar af þeirri ástæðu eru dagpeningar vegna tímabundins missis starfsorku (tímabundið tekjutjón) ekki á meðal tryggingaverndarinnar og vátryggingarfjárhæðin er lægri en ella í samanburði við fullorðna.
  • Til þess að virkja tryggingaverndina er nauðsynlegt að íþróttafélögin tilkynni slys til VÍS innan árs frá slysi, að öðrum kosti er mál fyrnt og bótaskyldu hafnað.

Vátryggingartaka, íþrótta- eða tómstundafélagi í Kópavogi, er gert að halda skrá yfir vátryggð börn sem falla undir vátrygginguna.

Við hvetjum foreldra og forráðamenn barna og unglinga til að kynna sér vátryggingarskilmála og ítarlegri upplýsingar um tryggingarnar. Gögnin má finna í skjölum hér að neðan.

Ef slys ber að höndum þarf að senda tilkynningu rafrænt gegnum heimasíðu VÍS.