Opin svæði
Í öllum hverfum bæjarins má finna leiksvæði til útivistar.
Auk fjölbreyttra opinna svæða í bæjarlandi.
Bæjarland Kópavogs er kjörið til útivistar og má þar finna fjöldann allan af fjölbreyttum og skemmtilegum opnum svæðum. Má þar nefna strandlengjuna á Kársnesi, Kópavogsdalinn, Fossvogsdalinn og Borgarholt. Af garðsvæðum má nefna Rútstún, Hlíðargarð, trjásafnið í Meltungu í Fossvogsdal og Guðmundarlund.
Á sjötta tug opinna leiksvæða eru í bænum. Leiksvæðum er viðhaldið af Þjónustumiðstöð og ábendingar um lagfæringar skulu berast þangað.
Eiginleg skógrækt í landi Kópavogs hófst árið 1990 með Landgræðsluskógaverkefni. Um 650 ha landssvæðis í Kópavogi er skilgreint fyrir skógrækt og uppgræðslu og eru þau svæði að finna í Vatnsendalandi og Lækjarbotnum.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin