Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
Börn og fjölskyldur í Kópavogi geta fengið ráðgjöf og fjölbreyttan stuðning til að mæta þörfum vegna félagslegra aðstæðna, álags, veikinda eða fötlunar.
Stuðningurinn getur miðað að því að styrkja foreldra eða forsjáraðila við uppeldi barna eða til að styrkja þá í uppeldishlutverki sínu svo þeir geti búið börnum sínum örugg og þroskavænleg uppeldisskilyrði. Einnig getur stuðningurinn verið fyrir börn og fjölskyldur þeirra sem þurfa aðstoð vegna fötlunar, skerðinga, langvinnra veikinda og/eða félagslegra aðstæðna.
Ráðgjöf og stuðningur er veittur í gegnum barna- og fjölskylduteymi á skrifstofu ráðgjafar á velferðarsviði.
Lesa má nánar um stuðning og umsóknarferli hér að neðan.