Um vinnustaðinn

Hjá vinnustaðnum Kópavogsbæ er áhersla lögð á að starfsumhverfi starfsfólks sé með sem allra bestum hætti. Á þriðja þúsund starfa hjá bænum á fjölmörgum starfsstöðvum. 

Kópavogsbær er afar stór atvinnurekandi með yfir 2700 starfsmenn í fjölbreyttum störfum á starfsstöðvum um allan bæinn. Á sumrin bætist stór hópur ungmenna eldri en 18 ára við starfsmannahópinn. Þá tekur Vinnuskóli Kópavogs til starfa á sumrin en hann er fyrir 14-17 ára unglinga. Allir vinnustaðirnir miða að því að veita íbúum bæjarins sem allra bestu þjónustu og tryggja velferð íbúa Kópavogs. Mikil áhersla er lögð á að starfsumhverfi starfsmanna sé með sem allra bestum hætti og hefur verið leitast við að skapa umgjörð til að tryggja það.

Öryggismál

Forvarnir og góð vinnubrögð skapa öruggara umhverfi sem fyrirbyggi óhöpp og slys. Í öryggisstefna bæjarins felst meðal annars að á öllum vinnustöðum verði til staðar virkar öryggisnefndir og starfsmenn bæjarins vinni eftir samþykkt um öryggismál

Jafnréttismál

Markmið Kópavogsbæjar er að vera vinnustaður þar sem konur og karlar hafi jöfn tækifæri í starfi, starfsemin taki mið af jafnréttisáætlun sveitarfélagsins og enginn óútskýrður launamunur sé til staðar. Í jafnlaunastefnu Kópavogsbæjar má skoða hvernig verklag og framkvæmd bæjarins er í launamálum. Í jafnréttisáætlun Kópavogsbæjar er fjallað um Kópavog sem vinnuveitanda.

Laus störf

Ráðningar hjá Kópavogsbæ byggja á faglegu ráðningaferli þar sem gætt er að jafnræði og hlutleysi og val miðast við reynslu, menntun og hæfni til að takast á við starfið. 

Laus störf.

Síðast uppfært 28. júní 2024