Verkefni frá Kópavogsskóla, Kársnesskóla, Álfhólsskóla og Lindaskóla fengu í dag viðurkenningu skólanefndar Kópavogs fyrir að stuðla að nýbreytni og framþróun í grunnskólum Kópavogs.
Um fjögur þúsund leik- og grunnskólabörn í Kópavogi hafa undanfarnar vikur sótt heim menningarstofnanir Kópavogsbæjar á Borgarholtinu og fengið þar fræðslu um listir, menningu, náttúru og vísindi.
Systkinin Petrína Rós, Jóhannes og Pétur Karlsbörn færðu Kópavogsbæ bekk til minningar um foreldra sína, þau Ólöfu P. Hraunfjörð, bókavörð, og Karl Árnason, forstjóra Strætisvagna Kópavogs, á afmælisdegi bæjarins 11. maí.
Lið Kópavogsbæjar lagði lið Garðbæinga í boccia-keppni sem haldin var á föstudag í tilefni af 20 ára afmæli Gjábakka, félagsmiðstöðvar eldri borgara í Kópavogi.