Þjónustan getur falið í sér eftirfarandi þjónustuþætti:

  • Stuðningur við athafnir daglegs lífs, sem tekur mið af þörfum notanda.
  • Stuðningur við heimilishald er stuðningur við þau verk sem þarf að leysa af hendi á heimili
    notanda svo hann geti búið heima þar með talið heimilisþrif.
  • Félagslegur stuðningur sem miðar einkum að því að rjúfa félagslega einangrun og hefur það markmið að styðja og hvetja notanda til félagslegrar þátttöku.
  • Heimsending matar er fyrir þá notendur sem ekki geta annast matseld sjálfir og hafa ekki tök á að borða í félagsmiðstöðvum aldraðra.
  • Aðstoð viðbragðsteymis er veitt á heimilum þar sem verulegrar tiltektar er þörf áður en önnur stuðningsþjónusta getur hafist.
  • Hópstuðningur er stuðningur sem veittur er í hópi, þegar við á, að höfðu samráði við viðkomandi einstakling.

Hvernig er sótt um stuðnings- og stoðþjónustu fyrir fatlað fólk?

Sækja þarf um stuðnings- og stoðþjónustu rafrænt í gegnum þjónustugátt eða skila inn skriflegri umsókn í þjónustuver. Í kjölfarið er stuðningsþörf umsækjanda metin og umsóknin tekin til afgreiðslu.

Börn og ungmenni undir 18 ára aldri geta fengið stuðningsþjónustu sem er sniðin að þeirra þörfum sjá upplýsingar hér.