Stuðnings- og stoðþjónusta
Stuðningsþjónusta hefur það markmið að aðstoða og hæfa notendur sem þurfa aðstæðna sinna vegna á stuðningi að halda við athafnir daglegs lífs, við heimilishald og/eða til þess að rjúfa félagslega einangrun.
Stuðningsþjónusta skal stefna að því að efla viðkomandi til sjálfsbjargar og gera honum kleift að búa sem lengst í heimahúsi. Þjónustan getur verið veitt bæði innan og utan heimilis til lengri eða skemmri tíma. Séu stuðningsþarfir notanda með þeim hætti að stuðningsþjónusta dugi ekki til er einnig veitt stoðþjónusta.