Aðalskipulag
Þar kemur fram stefna sveitarstjórnar um landnotkun, samgöngu- og þjónustukerfi, umhverfismál og þróun byggðar á minnst 12 ára tímabili í samræmi við skipulagslög.
Þar kemur fram stefna sveitarstjórnar um landnotkun, samgöngu- og þjónustukerfi, umhverfismál og þróun byggðar á minnst 12 ára tímabili í samræmi við skipulagslög.
Aðalskipulag Kópavogs 2019-2040 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs 28. september 2021 og staðfest þann 28. desember 2021.
Í aðalskipulaginu er lagður grundvöllur fyrir gerð deiliskipulags.
Aðalskipulagið er sett fram í greinargerð og uppdráttum. Greinargerðin samanstendur af sjö meginköflum. Þar er nánari útlistun á stefnumörkun bæjarfélagsins um landnotkun og sjálfbæra þróun til ársins 2040. Í viðaukum greinargerðarinnar eru umhverfisskýrsla, niðurstöður mikilvægisgreiningar Heimsmarkmiðanna, yfirlit yfir feril máls og yfirlit yfir breytingar sem gerðar voru á aðalskipulaginu sem gilti 2012-2024 – auk þess Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og yfirmarkmið bæjarstjórnar Kópavogs sem byggja á Heimsmarkmiðunum.
Á aðalskipulagsuppdráttum má sjá heildarmynd af landnotkun sveitarfélagsins, vernd og aðrar takmarkanir á landnotkun og samgöngu- og þjónustukerfi. Um er að ræða þéttbýlisuppdrátt fyrir heimalandið og sveitarfélagsuppdrátt fyrir upplandið. Jafnframt fylgir vegaskrá um vegi í náttúru Íslands í 5. kafla greinargerðar.
Aðalskipulag er skipulagsáætlun sem nær til alls lands sveitarfélags. Í aðalskipulagi er sett fram stefna sveitarstjórnar um þróun sveitarfélagsins varðandi;
Í aðalskipulagi er lagður grundvöllur fyrir gerð deiliskipulags varðandi landnotkun, takmarkanir á landnotkun, samgöngu- og þjónustukerfi og byggðamynstur, þar með talið þéttleika byggðar.
Í aðalskipulagi eða breytingu á því, er heimilt að setja fram nánari stefnu, svo sem um nýbyggingarsvæði eða endurbyggingarsvæði í eldri byggð eða um einstök viðfangsefni.
Aðalskipulag skal byggt á landsskipulagsstefnu, svæðisskipulagi, liggi það fyrir, upplýsingum um náttúru- og menningarminjar og áætlunum um þróun og þarfir sveitarfélagsins.
Þá skal jafnframt gætt að samræmi við skipulagsáætlanir aðliggjandi sveitarfélaga.
Í aðalskipulagi skal marka stefnu til að minnsta kosti tólf ára en jafnframt gera grein fyrir samhengi skipulagsáætlunarinnar og einstakra þátta hennar við langtímaþróun sveitarfélagsins
Vinna við fyrsta heildarskipulag Kópavogs hófst árið 1965 í kjölfar nýrra skipulagslaga frá 1964. Skipulagið var samþykkt 1970 og tók til svæðisins vestan Reykjanesbrautar.
Fyrsta aðalskipulag alls heimalandsins (svæðisins vestan Elliðavatns) var samþykkt í bæjarstjórn 1985 fyrir skipulagstímabilið 1983-2003. Hvorug þessarar áætlana hlaut staðfestingu ráðherra. Fimm sinnum eftir það hefur aðalskipulag bæjarins verið endurskoðað:
Skrifstofa skipulagsstjóra
Símatími frá kl. 10 - 11 mánudaga og miðvikudaga í síma 441 0000
Hægt er að panta viðtalstíma hjá ritara skipulagsdeildar
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin