01.03.2012
Atvinnutorg fyrir ungt fólk í Kópavogi
Atvinnutorgi fyrir ungt fólk í Kópavogi hefur nú verið komið á fót en markmiðið er að auka virkni ungs fólks á aldrinum 16 til 25 ára, sem hvorki er í vinnu né skóla, og aðstoða það við að fóta sig á vinnumarkaði eða í námi. Atvinnutorgið er tilraunaverkefni Kópavogsbæjar, Vinnumálastofnunar og velferðarráðuneytisins og nær til þriggja ára.