- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Umsókn um fjárhagsaðstoð hjá Kópvogsbæ er nú orðin stafræn og bærinn þannig bæst í hóp sveitarfélaga sem hafa innleitt stafræna lausn á þessu sviði. Breytingin þýðir að ferli umsóknar er orðið miklu einfaldara en fyrr. Umsækjendur eru leiddir í gegnum umsóknarferlið á island.is með aðgengilegum og einföldum hætti og fá nú betri yfirsýn um stöðu umsóknar, auk þess sem minni tími fer í söfnun fylgiskjala.
Verkefnið er unnið í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og fyrsta skrefið í sameiginlegri vegferð sveitarfélaganna í samvinnu við Stafrænt Ísland og nýtingu tæknilegra innviða sem byggðir hafa verið upp hjá ríkinu og innlegg í þá framtíðarsýn að vinna fleiri umsóknarferla sameiginlega á miðlægan stað.
"Þetta er mikilvægur liður í áframhaldandi framþróun stafrænna lausna í þeirri þjónustu sem velferðarsvið veitir og upphaf á þeirri vegferð sem við þurfum að taka til þess að gera velferðarþjónustuna í Kópavogsbæ enn skilvirkari og betri," segir Þóra Kemp, skrifstofustjóri ráðgjafar.
Í innleiðingarteymi verkefnisins hjá Kópavogsbæ voru auk Þóru, Elín Thelma Róbertsdóttir teymisstjóri virkni og ráðgjafarteymis, Sólrún Día Friðriksdóttir verkefnastjóri, Atli Sturluson skrifstofustjóri rekstrar og Ingimar Þór Friðriksson forstöðumaður upplýsingatæknideildar.