- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Þjónustumiðstöð Kópavogs hefur umsjón með snjómokstri, hálkueyðingu og annari hreinsun gatna og stíga. Ábendingar skulu berast gegnum ábendingarvef Kópavogsbæjar.
Götur skiptast í stofngötur, tengigötur, safngötur og húsagötur og stígarnir í stofnleiðir, tengileiðir og almenna stíga. Skilgreiningar gatna og stíga hafa meðal annars áhrif á hvernig vetrarþjónustu er háttað á leiðunum, bæði götum og stígum.
Vetrarþjónusta á götum, stígum og gangstéttum í Kópavogi er virk nær allan sólarhringinn frá 1. október til 1. maí ár hvert. Vetrarþjónustunni er stýrt af vaktstöð Vegagerðarinnar og vakthafandi starfsmanni Þjónustumiðstöðvar Kópavogs.
Skipulag vetrarþjónustu er miðað við stöðugar veðuraðstæður sem getur raskast við mikilla ofankomu eða óstöðugt veður. Jafnframt geta veðuraðstæður s.s. mikill snjóstormur orsakað að vetrarþjónustutæki eru ekki kölluð út á göngu-, hjólastíga, gangstéttir, húsagötur fyrr en að veðrinu slotar.
Hægt er að nálgast kort sem sýna þjónustu- og útkallsflokka á kortasjá Kópavogs með að velja þjónusta -> vetrarþjónusta í flettiglugga til hægri og haka í viðeigandi reiti. Einnig er hægt að sjá framvindu vetrarþjónustu með að haka í framvindureitinn og sést þá hvaða leiðir hafa verið þjónustaðar síðustu sex klukkutíma en þó með einnar klukkutíma seinkun.
Nýbýlavegur og Arnarnesvegur eru skilgreindir sem þjóðvegur í þéttbýli og eru þjónustaðir af Vegagerðinni.
Tröppur og þröngir göngustígar og aðrir staðir sem vélar komast ekki að eru mokaðar af starfsmönnum Kópavogsbæjar á opnunartíma Þjónustumiðstöðvar. Kópavogsbær hreinsar eða fjarlægir að öllu jöfnu ekki snjóruðninga sem óumflýjanlega myndast framan við innkeyrslur að húsum eða við lóðarmörk.
Á fjölmörgum stöðum í bænum má nálgast saltkistur bæjarins. Upplýsingar um staðsetningu kistnanna er hægt að nálgast á kortasjá Kópavogs
Í grófum dráttum er vetrarþjónustunni skipt í þrennt:
Minni íbúagötur, botnlangar, minni safngötur og minni tengigötur sem vetrarþjónustubílar á aðalleiðum sinna ekki, sem og stofnanalóðir eru mokaðar af vinnuvélum þegar snjódýpt er að jafnaði meiri en 10 cm frá kl. 3:30 til 22:00. Þessar götur eru að jafnaði ekki hálkueyddar eða hálkuvarðar nema í undantekningartilfellum.
Þessari þjónustu er sinnt af minni vinnuvélum eða fjórhjóladrifs pallbílum með kast- eða saltdreifara. Þjónustan skiptist í tvennt, - annarsvegar þjónustuflokk 1 sem eru allir helstu samgönguhjólreiðastígar merktir með rauðu á kortavefnum. Þjónustutími á leiðum í þjónustuflokki 1 er almennt frá kl. 04:00 til kl. 19:00 á virkum dögum og frá 05:30 til kl. 18:00 um helgar.
Hinsvegar þjónustflokk 2 sem er fyrir gangstéttar og gangstígar merktir með bláu á kortavefnum. Þjónustutími á leiðum í þjónustuflokki 2 er almennt frá kl. 05:00 til kl. 17:00 á virkum dögum
Þessari þjónustu er sinnt af vörubílum með snjótönn og kastdreifara allan sólarhringinn á meðan þörf er á.
Þessari þjónustu er sinnt af minni vinnuvélum og dráttarvélum með kastdreifara eða saltdreifara. Þjónustan skiptist í tvennt, - annars vegar þjónustuflokk 1 á samgöngustígum þar sem miðað er við að stígarnir séu færir hjólum á grófum dekkjum á milli 7:30 og 19:00 á virkum dögum og milli kl. 9:00 og 18:00 um helgar. Og hinsvegar þjónustuflokk 2 á gangstígum og gangstéttum sem miðað er við að eru greiðfærar fyrir gangandi vegfarendur á milli kl. 8:00 og 17:00 alla virka daga.
Þessari þjónustu er sinnt af minni vinnuvélum og dráttarvélum með kastdreifara eða saltdreifara. Þjónustan skiptist í tvennt, - annars vegar þjónustuflokk 1 á samgöngustígum þar sem miðað er við að stígarnir séu færir hjólum á grófum dekkjum á milli 7:30 og 19:00 á virkum dögum og milli kl. 9:00 og 18:00 um helgar. Og hinsvegar þjónustuflokk 2 á gangstígum og gangstéttum sem miðað er við að eru greiðfærar fyrir gangandi vegfarendur á milli kl. 8:00 og 17:00 alla virka daga.
Þessari þjónustu er sinnt af vörubílum með snjótönn og kastdreifara allan sólarhringinn á meðan þörf er á.