Spurt og svarað

Reiknivél leikskólagjalda

Reiknivél leikskólagjalda er nú aðgengileg á vef bæjarins. Hægt er að nota hana til þess að skoða hvernig leikskólagjöld koma út miðað við dvalartíma barns. Bent er á að hægt er að hafa mismunandi dvalartíma milli daga og að öll stytting á dvalartíma kemur til lækkunar á leikskólagjöldum. Útreikningur leikskólagjalda byggir á nákvæmu meðaltali dvalartíma á dag og geta dvalargjöld því verið milli gjaldflokka eins og þeir birtast í gjaldskrá. Í reiknivélinni er einnig unnt að setja inn afslætti eftir því sem við á. Sjá nánar um afslætti hér að neðan.

Reiknivél leikskólagjalda

Hvar get ég komið með ábendingar varðandi breytingar í leikskólamálum?

Foreldrar geta komið með ábendingar og sent fyrirspurnir á netfangið leikskolatillogur(hjá)kopavogur.is

Gjaldfrjáls 6 tíma dvöl í leikskóla – hvað felst í því?

Frá og með 1. september 2023 mun ný gjaldskrá fyrir leikskóla taka gildi. Samkvæmt nýrri gjaldskrá verða dvalargjöld gjaldfrjáls fyrir dvöl allt að 6 tíma á dag en áfram verða greidd fæðisgjöld. Dvalargjöld fyrir dvöl umfram sex tíma á dag munu taka hækkunum sem fara stigvaxandi með auknum dvalartíma.

Gert er ráð fyrir að dvöl hefjist eigi síðar en kl. 9:00 að morgni. Þannig reiknast 6 tíma dvöl frá þeim tíma sem barn er skráð til dvalar að morgni. Dæmi: Ef dvöl hefst kl. 8:00 að morgni er 6 tíma gjaldfrjálsri dvöl lokið kl. 14:00 en kl. 15:00 ef dvöl hefst kl. 9:00.

Minnsti dvalartími á dag er 4 klukkustundir. Foreldrar/forsjáraðilar hafa þannig ákveðið svigrúm til að skrá mismunandi dvalartíma fyrir hvern dag. Greitt er fyrir dvalartíma á viku sem er umfram 6 tíma meðaltalsdvöl á dag. Dæmi: Ef barn dvelur þrjá daga í 6 klst., einn dag í 8 klst., og einn dag í 4 klst. er heildardvalartími á viku 30 klukkustundir og dvölin því gjaldfrjáls.

Hvernig óska ég eftir nýjum dvalartíma í leikskóla barnsins míns?

Foreldrar/forsjáraðilar skrá beiðni um dvalartíma í þjónustugátt. Hægt er að skrá dvalartíma í 15 mín, 30 mín, 45 mín, eða í heila klukkustund. Alla jafna er þess óskað að dvalartími haldist óbreyttur í að minnsta kosti 2-3 mánuði en sá sveigjanleiki er fyrir hendi að breyta lengd dvalar í undantekningartilvikum gerist þess þörf.

Leikskólastjóri þarf að samþykkja beiðni um dvalartíma hverju sinni. 

Skoða nýja gjaldskrá leikskóla.

Er leikskóli í alvöru gjaldfrjáls fyrir 6 tíma dvöl?

Leikskóli er gjaldfrjáls fyrir 6 tíma dvöl á dag en greidd eru fæðisgjöld samkvæmt gjaldskrá. Ný gjaldskrá dvalar- og fæðisgjalda tekur gildi 1. september .

Eru einhver takmörk fyrir því klukkan hvað dvöl barna getur hafist?

Já, skráður dvalartími getur ekki hafist seinna en 09:00 á degi hverjum. Lágmarksdvalarlengd er 4 klukkustundir á dag, hvern dag vikunnar. Dvalartími getur verið sveigjanlegur umfram 4 klukkustundir. 

Getur dvalartími verið mismunandi milli daga?

Já, hægt er að hafa mismunandi dvalartíma milli daga en lágmarksdvalarlengd er 4 klukkustundir á dag. Breytingar á dvalartíma eru gerðar í þjónustugátt. Við útreikning leikskólagjalda er miðað við meðalfjölda dvalartíma á dag.

Sem dæmi þá er hægt að skrá barna í 8 tíma dvöl þrjá daga vikunnar og 6 tíma tvo daga, samtals 36 tíma á viku og taka leikskólagjöld mið af því. 

Einnig er hægt að skrá barn í 7,5 tíma fjóra daga vikunnar og 4 tíma einn dag, samtals 34 tíma á viku og taka leikskólagjöld mið af því. 

Alla jafna er þess óskað að dvalartími haldist óbreyttur í að minnsta kosti 2-3 mánuði en sá sveigjanleiki er fyrir hendi að breyta lengd dvalar í undantekningartilvikum gerist þess þörf.

Hvaða áhrif hefur það á starfsumhverfi leikskóla að stytta dvalartíma barna?

Öll stytting hefur jákvæð áhrif á leikskólastarfið, minnkar álag, styrkir faglegt starf og auðveldar mönnun. Styttri dvalartími hefur jákvæð áhrif á börnin sem og skipulag og starfsemi leikskóla. 

Við útreikning leikskólagjalda er miðað við meðalfjölda dvalartíma á dag. Ef foreldrar stytta dvalartíma eins og kostur er lækka leikskólagjöld í samræmi við það.

Dæmi um dvalartíma og verð

Hér eru nokkur dæmi um samsetningu á dvalartíma barna í leikskólum og gjald fyrir þá dvöl. Athugið að eingöngu er um dæmi að ræða og þau er ekki tæmandi hvað varðar útfærslur á dvalartíma barna. Athugið upphæðir í dæmum miðast við fullt gjald án afslátta. 

    • Tveir dagar 9 tímar, einn dagur 8,5 tímar, tveir dagar 8 tímar, alls 42,5 tímar: Dvalargjald á mánuði 48.012 kr., með fæði 58.474 kr.
    • Allir dagar 8,5 tímar, alls 42,5 tímar: Dvalargjald á mánuði 48.012 kr., með fæði 58.474 kr.
    • Fjórir dagar 8,5 en einn 6 tímar, alls 40 tímar: Dvalargjald á mánuði 39.012 kr., með fæði 49.474 kr.
    • Allir dagar 8 tímar, alls 40 tímar: Dvalargjald á mánuði 39.012 kr., með fæði 49.474 kr.
    • Þrír dagar 8,5 tímar, einn 8 tímar og einn 4 tímar, alls 37,5 tímar. Dvalargjald 32.512 kr., með fæði 42.974 kr.
    • Allir dagar 7,5 tímar, alls 37,5 tímar: Dvalargjald 32.512 kr., með fæði 42.974 kr.
    • Þrír dagar 8 tímar, einn dagur 7 tímar og einn dagur 4 tímar, alls 35 tímar: Dvalargjald 26.012 kr., með fæði 36.474 kr.
    • Allir dagar 7 tímar, alls 35 tímar: Dvalargjald 26.012 kr., með fæði 36.474 kr.
    • Þrír dagar 8 tímar, einn dagur 4,5 og einn dagur 4 tímar, alls 32,5 tímar: Dvalargjald 24.154, með fullu fæði 34.616 kr.
    • Allir dagar 6,5 tímar, alls 32,5 tímar: Dvalargjald 24.154, með fullu fæði 34.616 kr.
    • Þrír dagar 8 tímar, tveir dagar 4 tímar, alls 30 tímar: Ekkert dvalargjald, einungis greitt fæðisgjald 10.462 kr.
    • Einn dagur 8 tímar, einn 7 tímar, þrír 5 tímar, alls 30 tímar: Ekkert dvalargjald, einungis greitt fæðisgjald 10.462 kr.
    • Allir dagar 6 tímar á dag, alls 30 tímar: Ekkert dvalargjald, einungis greitt fæðisgjald 10.462 kr.

Athugið að leikskólagjöld eru reiknuð nákvæmlega eftir dvalartíma þannig að ef heildartími styttist eða lengist þá breytast gjöld sem því nemur, þannig að korters stytting eða lenging á viku hefur áhrif á dvalargjöld svo dæmi sé tekið.

Skoða gjaldskrá

Ósk um breytingu á dvalartíma eru gerðar í þjónustugátt

Eru einhver takmörk fyrir því klukkan hvað dvöl barna getur hafist?

Já, skráður dvalartími getur ekki hafist seinna en 9 á degi hverjum. Lágmarksdvalarlengd eru 4 klukkustundir á dag, hvern dag vikunnar. Dvalartími getur verið sveigjanlegur umfram 4 klukkustundir.

Af hverju breytist gjaldskráin?

Markmið gjaldskrárbreytinga er tvíþætt. Annars vegar til að búa til hvata meðal foreldra/forsjáraðila til að draga eins og kostur er úr dvalartíma barna sinna. Þörf er á að stytta dvalartíma til að minna álag innan leikskóla, auðvelda mönnun og tryggja stöðugleika í leikskólastarfinu. Styttri dvalartími hefur sömuleiðis jákvæð áhrif á börn með tillliti til vellíðunar og skapar aukin tækifæri til samveru fjölskyldunnar.

Hins vegar er markmið gjaldskrárbreytinga að tryggja áframhaldandi uppbyggingu leikskólastarfsins, með tilliti til breytinga á rými barna og starfsfólks og fækkun barna á hvern starfsmann.

Í þessu sambandi er vert að minnast á að hlutfall foreldra/forsjáraðila í rekstrarkostnaði lækkað mikið síðastliðin ár og gjaldskrárhækkanir hafa ekki fylgt vísitöluhækkunum. Árið 2003 voru leikskólagjöld fyrir 8 stunda dvöl með fæði 29.188 kr. Framreiknuð gjaldskrá miðað við verðlag 2023 væri 95.010 kr. Núverandi gjöld fyrir 8 tíma með fæði er 38.126 kr. en verður eftir breytingar 49.474 kr.

 

Sjá gjaldskrá í PDF

Tekjutengdur afsláttur – hvað felst í því?

Frá 1. september 2023 býðst foreldrum/forsjáraðilum að sækja um tekjutengdan afslátt. Tekjutengdur afsláttur er 40% af dvalargjöldum til 31.12.2023. Ný tekjuvið taka gildi frá 1. janúar 2024. Sjá reglur um tekjutengda afslætti frá 1. janúar.

Viðmiðunartekjur eru:

Tekjur einstæðra foreldra allt að 750.000 kr á mánuði.
Tekjur sambúðarfólks allt að 980.000 kr á mánuði.

Núverandi afslættir fyrir einstæða, öryrkja og námsmenn haldast óbreyttir til áramóta 2023-2024 hjá þeim sem uppfylla ekki tekjuviðmið en falla svo niður. Tekjutengdur afsláttur kemur í staðinn fyrir aðra mögulega afslætti til áramóta en reiknast ekki ofan á aðra afslætti.

Systkinaafsláttur helst óbreyttur (30% fyrir annað barn og 100% fyrir þriðja barn) og er eini afslátturinn sem reiknast ofan á aðra afslætti.

Hægt er að sækja um afslátt af leikskólagjöldum.

Hægt verður að sækja um tekjutengda afslætti í þjónustugátt þegar opnað hefur verið fyrir umsóknir.

Hvað er tekjutengdur afsláttur hár?

Tekjutengdur afsláttur er 40% af dvalargjöldum leikskóla til 31.12.2023. Ný tekjuvið taka gildi frá 1. janúar 2024. Sjá reglur um tekjutengda afslætti frá 1. janúar.

Hvar sæki ég um tekjutengdan afslátt?

Sótt er um tekjutengdanafsátt í þjónustugátt

Hvaða skilyrði þarf að uppfylla til þess að fá tekjutengdan afslátt?

Tekjuviðmið fyrir einstæða foreldra/forsjáraðila miðast við að heildartekjur séu 750.000 kr. á mánuði. Tekjuviðmið fyrir sambúðarfólk miðast við að heildartekjur séu 980.000 kr. á mánuði. Ný tekjuvið taka gildi frá 1. janúar 2024. Sjá reglur um tekjutengda afslætti frá 1. janúar.

Hvað með aðra afslætti, svo sem fyrir öryrkja, einstæða og námsmenn?

Tekjutengdir afslættir koma í stað afsláttar fyrir öryrkja, afsláttar fyrir einstæða og námsmannaafsláttar. Framangreindir afslættir verða þó í gildi til næstu áramóta (31.12.23) og falla þá niður. Systkinaafsláttur helst óbreyttur og er eini afslátturinn sem reiknast ofan á aðra afslætti.

Hvernig virkar systkinaafsláttur?

Systkinaafsláttur reiknast af dvalargjöldum en ekki fæðisgjöldum. Systkinaafsláttur fer eftir fjölda yngri systkina. Við útreikning á systkinaafslætti leikskólabarna eru talin með öll yngri systkini sem eru í leikskóla eða hjá dagforeldri.

Systkinaafsláttur í leikskóla er 30% ef barn á eitt yngra systkin, en 100% ef barn á tvö yngri systkini eða fleiri.

Systkinaafsláttur í frístund grunnskóla er 30% ef barn á eitt yngra systkin, 75% ef barn á tvö yngri systkini og 100% ef barn á þrjú yngri systkini eða fleiri sem eru í frístund, leikskóla eða hjá dagforeldri.

Systkinaafsláttur er eini afslátturinn sem reiknast ofan á aðra afslætti.

Ekki þarf að sækja sérstaklega um systkinaafslátt þar sem hann reiknast sjálfkrafa í skráningarkerfinu Völu sem heldur utan um skráningar barna hjá dagforeldrum, sem og í leikskóla og frístund.

Hvernig verður leikskólastarfi háttað í kringum jól og nýár, í dymbilviku og í vetrarfríum?

Gert er ráð fyrir að flestir leikskólar verði lokaðir milli jóla og nýárs, í dymbilviku og í vetrarleyfum. Til að mæta þeim foreldrum/forsjáraðilum sem þurfa á að halda verða þó ávallt opnir að lágmarki tveir leikskólar, eða fleiri í samræmi við fjölda þeirra barna sem óska eftir dvöl þessa daga. Sótt er sérstaklega um leikskóladvöl þessa daga. Tryggt verður að starfsfólk í heimaleikskóla viðkomandi barna sinni þeim þá daga sem einstaka skólar verða lokaðir.

Leikskólagjöld verða felld niður hjá þeim sem ekki nýta þjónustu þá daga sem lokað er.

Hægt verður að sækja um leikskóladvöl þá daga sem starfsemi er skert þegar nær dregur.

Af hverju er verið að takmarka starfsemi í kringum jól og nýár, í dymbilviku og í vetrarfríum?

Markmið lokana er að draga úr álagi á leikskólastarfið og bæta starfsaðstæður barna og starfsfólks í leikskólum, meðal annars með tilliti til skipulags og breytinga á vinnufyrirkomulagi starfsmanna. Starfsfólki er þannig gert kleift að taka út vinnutímastyttingu á þessum dögum, sem dregur úr álagi og skapar meiri gæðaviðveru starfsfólks með börnum innan leikskóladagsins. Jafnframt er með þessu skapað aukið samræmi milli starfsumhverfis leikskóla og grunnskóla.

Reynslan hefur sýnt að mun færri börn mæta í leikskólann á þessum tímabilum. Tryggt verður að öll börn sem þess óska, fái örugga og góða leikskóladvöl á þessum dögum og kunnugleg andlit úr þeirra heimaskóla mæti þeim í þeim leikskólum sem eru opnir hverju sinni.

Hvernig sæki ég um dvöl fyrir barnið mitt þá daga sem flestir leikskólar verða lokaðir?

Foreldri/forsjáraðili sækir um dvöl í þjónustugátt þegar opnað verður fyrir umsóknir. Umsóknarfrestir verða auglýstir tímanlega fyrir hvert tímabil. Foreldrar/forsjáraðilar eru ábyrgir fyrir því að sækja um dvöl fyrir börn sín þá daga sem almennt er lokað.

Þarf að borga gjöld þá daga sem flestir leikskólar verða lokaðir?

Gjöld falla niður fyrir þá sem ekki nýta sér þjónustuna þá daga sem flestir leikskólar eru lokaðir, milli jóla og nýárs, í vetrarfríum og í vetrarfríum (október/febrúar). Þeir sem nýta sér þjónustu þessa daga greiða dvalargjöld eftir skráðri dvalartíma

Af hverju er Kópavogsbær að ráðast í breytingar á starfsumhverfi og skipulagi leikskólanna?

Markmið Kópavogsbæjar með breytingum á skipulagi og starfsumhverfi leikskólanna er að skapa meiri stöðugleika í leikskólastarfinu og tryggja vellíðan og velferð barna og starfsfólks í leikskólum bæjarins.

Breytingunum er ætlað að hafa langtímaáhrif á þróun leikskólamála og þann djúpstæða vanda sem leikskólastigið stendur frammi fyrir, sem felst meðal annars í viðvarandi álagi á starfsfólk og hárri veikindatíðni, skorti á nýliðun leikskólakennara og vöntun á starfsfólki almennt ásamt löngum dvalartíma barna.

Breytingar á kjarasamningum frá 2020 hafa haft mikil áhrif á starfsemi leikskóla um allt land, svo sem vinnutímastytting, hækkun orlofs í 30 daga og fjölgun undirbúningstíma leikskólakennara. Þessar breytingar hafa haft margfeldisáhrif á mönnunarvanda. Niðurstaðan er mikið álag og ein birtingarmynd álagsins er hækkuð veikindatíðni meðal starfsfólks og tímabundnar lokanir deilda eins og dæmi voru um síðastliðinn vetur.

Áherslur breytinganna miða að því að draga úr álagi í starfsumhverfi barna og starfsfólks í leikskólum, tryggja faglegt starf og fullnægjandi viðveru starfsfólks með börnum. Jafnframt er lögð áhersla á að velferð og vellíðan barna og starfsfólks sé höfð að leiðarljósi í allri stefnumörkun í málaflokknum.

Hafa skal í huga að leikskólastigið er fyrsta skólastigið, stuðlar að menntun barna í gegnum leik og er afar mikilvægt tímabil í þroskaferli barna.

Hér má sjá skýrslu starfshóps

Heimgreiðslur til foreldra – hvað er það og hver er upphæðin?

Heimgreiðslur verða teknar upp í haust fyrir foreldra/forsjáraðila barna sem ekki eru í vistun í leikskóla eða hjá dagforeldri frá 15 mánaða aldri og þar til þau komast í leikskóla eða í dvöl til dagforeldris. Upphæð heimgreiðslna er 107.176 krónur og er upphæðin skattfrjáls. Greiðslur falla niður ef dvöl í leikskóla er hafnað vegna barna sem eru 30 mán. eða eldri. Sjá nánar í reglum um heimgreiðslur hér að neðan.

Heimgreiðslur verða greiddar eftir á. Fyrstu heimgreiðslur verða greiddar í október 2023 (vegna september) til þeirra sem sótt hafa um og uppfylla skilyrði sem fram koma í reglum um heimgreiðslur. Greiðslur fara fram í fyrstu viku hvers mánaðar með rafrænum hætti.

Hægt er að sækja um heimgreiðslur í þjónustugátt.

Hvar sæki ég um heimgreiðslur?

Hægt er að sækja um heimgreiðslur í þjónustugátt.

Hverjir eiga rétt á heimgreiðslum?

Foreldrar/forsjáraðilar barna eiga rétt á heimgreiðslum frá þeim degi sem barn hefur náð 15 mánaða aldri. Skilyrði fyrir heimgreiðslum er að barn sé með lögheimili í Kópavogi og að barn sé ekki í annarri dvöl sem niðurgreidd er af Kópavogsbæ, það er að segja að barn sé ekki í leikskóla eða í dvöl hjá dagforeldri í Kópavogi eða í öðru sveitarfélagi.

Gjaldskrár

Leikskólagjöld

Fæðisgjöld

Gjaldskrá tekur gildi 1. Okt 2024

Fæðisgjöld
Hádegisverður
8.292 kr.
Hressing
2.856 kr.
Fullt fæði
11.148 kr.

Almennt gjald

Dvalarstundir
Dvalargjald
Með hressingu
Með hádegismat
Með fullu fæði
4,0 stundir
0
2.856 kr.
8.292 kr.
11.148 kr.
4,5 stundir
0
2.856 kr.
8.292 kr.
11.148 kr.
5,0 stundir
0
2.856 kr.
8.292 kr.
11.148 kr.
5,5 stundir
0
8.292 kr.
11.148 kr.
6,0 stundir
0
8.292 kr.
11.148 kr.
6,5 stundir
25.220 kr.
33.512 kr.
36.368 kr.
7,0 stundir
27.160 kr.
35.452 kr.
38.308 kr.
7,5 stundir
33.948 kr.
42.240 kr.
45.096 kr.
8,0 stundir
40.736 kr.
49.028 kr.
51.884 kr.
8,5 stundir
50.135 kr.
58.427 kr.
61.283 kr.
9,0 stundir
69.979 kr.
78.271 kr.
81.127 kr.

Afslættir af dvalargjöldum

Afslættir

Frá 1. september 2023 hefur gefist kostur á að sækja um tekjutengda afslætti af dvalargjöldum.
Nýjar reglur um tekjutengdan afslátt taka gildi frá 1. janúar 2024.  Sérstakir afslættir fyrir einstæða foreldra, öryrkja og námsmenn féllu úr gildi 31.12.2023.

Starfsfólk í leikskólum í 75% eða hærra starfshlutfalli á rétt á 40% afslætti.

Systkinaafsláttur helst óbreyttur og reiknast ofan á tekjutengdan afslátt þegar við á.

Tekjutengdir afslættir
Tekjutengdan afslátt og tekjuviðmið frá 1. janúar 2024 má sjá hér að neðan:

Einstæðir:                                                                 Í sambúð:

Tekjuviðmið Afsláttur   Tekjuviðmið Afsláttur
 0 - 460.000 kr. 50%    0 - 660.000 kr. 50%
 461.001 - 750.000 kr. 40%    660.001 - 980.000 kr. 40%
 750.001 - 790.000 kr. 30%    980.001 - 1.020.000 kr. 30%
 790.001 - 830.000 kr. 20 %    1.020.001 - 1.060.000 kr 20 %
 830.001 - 870.000 kr. 10%    1.060.001 - 1.100.000 kr 10%

Frekari upplýsingar um tekjutengdan afslátt er að finna í reglum um tekjutengdan afslátt.

Hægt er að sækja um tekjutengdan afslátt í þjónustugátt. Umsókn um afslátt þarf að berast fyrir 20. dag mánaðar til þess að taka gildi frá og með næstu mánaðarmótum á eftir. Afsláttur er ekki veittur afturvirkt.

Samþykkt í bæjarráði Kópavogs, 6. júlí 2023

Systkinaafsláttur

Systkinaafsláttur fer eftir fjölda yngri systkina. Systkinaafsláttur er 30% af dvalargjaldi ef barn á eitt yngra systkini, en 100% af dvalargjaldi ef barn á tvö yngri systkini eða fleiri í leikskóla eða í dvöl hjá dagforeldri. Systkinaafsláttur reiknast af dvalargjaldi eldri systkina. Systkinaafsláttur reiknast ofan á aðra afslætti. Ekki er veittur afsláttur af fæðisgjöldum. Ekki þarf að sækja um systkinaafslátt.

Hægt er að skoða leikskólagjöld útfrá mismunandi fjölda dvalartíma og afsláttum í reiknivél leikskólagjalda. Hægt er að skoða alla reikninga undir Gjöld í þjónustugátt.

Hér að neðan eru dæmi um dvalargjöld með afsláttum.

Dvalargjöld með 30% afslætti:

Dvalarstundir 30% afsl.
Dvalargjald
Með hressingu
Með hádegismat
Með fullu fæði
4,0 stundir
0
2.856 kr.
8.292 kr.
11.148 kr.
4,5 stundir
0
2.856 kr.
8.292 kr.
11.148 kr.
5,0 stundir
0
2.856 kr.
8.292 kr.
11.148 kr.
5,5 stundir
0
8.292 kr.
11.148 kr.
6,0 stundir
0
8.292 kr.
11.148 kr.
6,5 stundir
17.654 kr.
25.946 kr.
28.802 kr.
7,0 stundir
19.012 kr.
27.304 kr.
30.160 kr.
7,5 stundir
23.764 kr.
32.056 kr.
34.912 kr.
8,0 stundir
28.515 kr.
36.807 kr.
39.663 kr.
8,5 stundir
35.095 kr.
43.387 kr.
46.243 kr.
9,0 stundir
48.986 kr.
57.278 kr.
60.134 kr.

Tekjutengdur afsláttur

Dvalarstundir 40% afsl.
Dvalargjald
Með hressingu
Með hádegismat
Með fullu fæði
4,0 stundir
0
2.856 kr.
8.292 kr.
11.148 kr.
4,5 stundir
0
2.856 kr.
8.292 kr.
11.148 kr.
5,0 stundir
0
2.856 kr.
8.292 kr.
11.148 kr.
5,5 stundir
0
8.292 kr.
11.148 kr.
6,0 stundir
0
8.292 kr.
11.148 kr.
6,5 stundir
15.132 kr.
23.424 kr.
26.280 kr.
7,0 stundir
16.296 kr.
24.588 kr.
27.444 kr.
7,5 stundir
20.369 kr.
28.661 kr.
31.517 kr.
8,0 stundir
24.442 kr.
32.734 kr.
35.590 kr.
8,5 stundir
30.081 kr.
38.373 kr.
41.229 kr.
9,0 stundir
41.988 kr.
50.280 kr.
53.136 kr.

Reglugerðir

Reglur um innritun og dvöl barna í leikskólum Kópavogs

 Leikskólinn er fyrsta skólastigið og stuðlar að menntun barna í gegnum leik með velferð þeirra, þroska og öryggi að leiðarljósi. Leitast er við að hafa sveigjanleika í dvalartíma barna til að koma til móts við óskir og þarfir fjölskyldna.

Umsókn
Sækja þarf um leikskóladvöl fyrir barn í Þjónustugátt Kópavogsbæjar sem þá skráist á biðlista eftir aldri þess.
 Mikilvægt er að umsóknum hafi verið skilað inn fyrir 1.mars árið sem óskað er eftir dvöl fyrir barnið. Flestum börnum er úthlutað dvöl á tímabilinu mars - maí ár hvert fyrir komandi skólaár.

Skilyrði fyrir leikskóladvöl er að barn eigi lögheimili í Kópavogi, en barnið getur verið á biðlista þó lögheimili sé annars staðar.

Innritun
Börn raðast á biðlista eftir aldri og er sérstakur biðlisti fyrir hvern leikskóla.

Foreldrar/forsjáraðilar geta merkt við allt að fimm leikskóla á umsóknarblaðinu. Ef foreldrar/forsjáraðilar fá ekki dvöl fyrir barn sitt í leikskóla sem sótt var um fá þau boð um leikskóladvöl í öðrum leikskóla eftir því hvar er laust hverju sinni. Fæðingardagur barns á biðlista ræður hvaða barn er næst inn. Forgangslisti barna getur haft áhrif á biðlistann.

Þiggi foreldrar/forsjáraðilar dvöl fyrir barn sitt í öðrum leikskóla en þau óskuðu eftir í fyrsta vali er möguleiki á að sækja um flutning síðar. Til að tryggja stöðugleika barns og skólastarfs er reynt að verða við flutningsbeiðni í upphafi næsta skólaárs á eftir.

Við innritun er reynt að taka tillit til barna sem eiga eldra systkini í umsóknarleikskóla. Ef systkini fær úthlutað dvöl í sama leikskóla og eldra systkini er skilyrði að búið sé að úthluta dvöl fyrir eldri börn á biðlistanum í einhverjum af þeim leikskólum sem sótt var um í. Auk þess er skilyrði að eldra systkini eigi að minnsta kosti eftir 6 mánuði af leikskóladvöl við upphaf skóladvalar yngra systkinis.

Forgangur
 Heimilt er að verða við beiðni um forgang í leikskóla Kópavogs vegna:

1. Barna sem hafa náð 4-5 ára aldri.

2.  Alvarlega fatlaðra barna, sem vegna alvarlegrar þroskaröskunar, geðröskunareða líkamlegrar hömlunar, sem þurfa sérstakar íhlutun. Læknisvottorð og greining ef hún liggur fyrir skal fylgja forgangsumsókn.

3.  Langveikra barna sem þarfnast læknisfræðilegrar meðferðar vegna alvarlegs og langvinns sjúkdóms. Læknisvottorð skal fylgja forgangsumsókn

4. Barna sem búa við eftirfarandi erfiðleika í uppeldisaðstæðum:

a. Barnaverndarmál. Rökstuðningur frá barnaverndarþjónustu skal fylgja umsókn.

b. Alvarleg og langvinn veikindi eða fötlun hjá foreldrum/forsjáraðilum barnsins eða systkinum þess. Læknisvottorð skal fylgja umsókn. Ef gögn systkinis liggja fyrir á skrifstofu Menntasviðs er nóg að vísa í þau, nafn og kennitala þarf að fylgja umsókn.

c. Foreldri með forsjá hefur ekki náð 18 ára aldri.

5. Barna starfsfólks í leikskólum Kópavogs.
 Starfsfólk leikskóla getur sótt um forgang í leikskóla Kópavogs, svo fremi sem leikskólastjóri mæli með forgangnum. Starfshlutfall starfsmanns þarf að vera að lágmarki 75%. Láti starfsmaður af störfum áður en komið er að barni hans á biðlista, missir barnið forgangsrýmið og hættir um leið og starfsmaðurinn.

 Deildarstjóri leikskóladeildar tekur ákvörðun um forgang. Leikskóladvöl barns með forgang hefst í fyrsta lagi við tólf mánaða aldur. Umsókn um forgang skal berast skriflega og studd viðeigandi gögnum.

 

 

Dvöl
Leikskólar Kópavogs eru opnir frá kl. 7:30 til 16:30. Dvalartími barna getur verið breytilegur milli daga. Leikskólinn er gjaldfrjáls ef dvalarstundir eru 30 klukkustundir í viku eða færri. Ekki er hægt að skrá börn í dvöl seinna en kl. 09:00 að morgni. Barn getur verið fjóra daga í viku en að lágmarki 4 tíma þá daga sem barn er í dvöl. Opnunartími milli 7:30-8:00 og lokunartími milli 16:00-16:30 er háður því að það séu að lágmarki 3 börn með skráðan dvalartíma á viðkomandi tíma. Séu færri börn með skráðan dvalartíma á þeim tíma er leikskólastjóra heimilt að skerða opnunartíma sem því nemur. Gildir sú ákvörðun leikskólaárið. Hvert barn hefur ákveðinn dvalartíma dag hvern, miðað skal við að börn komi og fari innan dvalartíma.Öll börn taka þátt í þeim máltíðum sem falla innan dvalartíma þeirra.

Ef foreldrar/forsjáraðilar óska eftir tímabundinni styttingu á dvalartíma t.d. vegna fæðingarorlofs eða atvinnumissis, er orðið við þeirri beiðni. Foreldrum/forsjáraðilum er jafnframt tryggð lenging dvalartíma þegar starf hefst að nýju, sé eftir því óskað.


Dvalargjald
Dvalargjöld reiknast samkvæmt gildandi gjaldskrá.
Foreldrar/forsjáraðilar með lágar tekjur geta sótt um tekjutengdan afslátt af dvalargjöldum í leikskóla í gegnum þjónustugátt. Sjá nánari upplýsingar í reglum um tekjutengda afslætti.

Gjöld og afslættir reiknast á það foreldri/forsjáraðila sem barnið á lögheimili hjá nema samkomulag sé um skipta búsetu. Beiðni um breytingu á greiðanda skal ávallt undirrituð af foreldri/forsjáraðila sem tekur við greiðslum. Sé viðkomandi hvorki með lögheimili barns né samkomulag um skipta búsetu skal beiðnin undirrituð af báðum foreldrum/forsjáraðilum.

Systkinaafsláttur er veittur í samræmi við gildandi gjaldskrá.

Starfsmenn sem starfa í leikskólum Kópavogs og eru að lágmarki í 75% starfi geta sótt um 40% afslátt af dvalargjöldum.

Kópavogsbær greiðir ekki fyrir barn sem dvelur í leikskóla í öðru sveitarfélagi samtímis því að halda rými í Kópavogi.

Uppsagnarfrestur
 Gagnkvæmur uppsagnarfrestur er einn mánuður og miðast við fyrsta eða fimmtánda hvers mánaðar. Foreldrar/forsjáraðilar þurfa að skila uppsögn á leikskóladvöl til leikskólastjóra. Ef leikskólagjöld eru í vanskilum sem nemur 3 mánuðum eða lengur er leikskóladvöl sagt upp. Ef óskað er eftir samkomulagi um greiðslu vanskila skal hafa samband við innheimtudeild.

Samkomulag milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu kveður á um að barni sem flytur á milli sveitarfélaga sé heimilt að dvelja áfram í leikskóla í því sveitarfélagi sem flutt er úr í allt að tólf mánuði frá flutningi lögheimilis eða þar til barnið fær úthlutað dvöl í lögheimilissveitafélagi. Foreldrar/forsjáraðilar skulu sækja um leikskóladvöl hjá sveitarfélaginu sem flutt er í og einnig um um framlengingu á dvöl barns vegna flutnings hjá sveitarfélagi sem flutt er úr. Ef þjónusta sem börn þurfa á að halda er ekki í sveitarfélaginu sem flutt er í geta tímamörk verið rýmri. Barn á lokaári hefur tækifæri til að ljúka leikskólagöngu sinni í sveitarfélaginu sem flutt er úr. Lögheimilissveitarfélagið greiðir kostnað við leikskóladvöl barnsins samkvæmt viðmiðunargjaldskrá Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Endurskoðað í febrúar 2021
Endurskoðað í desember 2023
Endurskoðað í janúar 2024
Samþykkt í leikskólanefnd apríl 2024