Upplýsingar

Fyrir hvað stendur Molinn?

Molinn býður ungu fólki upp á jákvætt félagslegt umhverfi þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Markmið Molans er að bjóða ungu fólki upp á þjónustu sem höfðar til þeirra og  og þau  kallar eftir. Í húsnæði Molans er þráðlaus netaðgangur og gestir geta fengið afnot af tölvum. Hægt er að nýta sér aðstöðuna til ýmiskonar afþreyingar en í Molanum er pool borð, aðstaða til að læra, horfa á sjónvarp, spila tölvuleiki og fleira.

Hvað býður Molinn upp á?

Molinn leggur áherslu á að bjóða upp á fjölbreytt starf sem höfðar til ungmenna. Stór hluti starfsemi Molans flokkast undir opið frístundastarf, en einnig lögð áhersla á fjölbreytt hópastarf sem unnið er í samvinnu við ungmennin sem Molann sækja.

Molinn býður upp á ráðgjöf- og stuðnging en í Molanum er starfandi Ráðgjafi ungmenna sem hefur það hlutverk að aðstoða ungmenni sem á þurfa að halda, að þau fái þjónustu sem er í samræmi við þarfir þeirra. Ráðgjafi skipuleggur og stýrir ráðgjöf og stuðning við hópa ungmenna eða einstaklinga.

Í samvinnu við Bergið headspace er boðið upp á ráðgjöf- og stuðning í Molanum, fyrir ungt fólk aldrinum 16-25 ára. Þjónusta og ráðgjöf Bergsins headspace er ungmennum að kostnaðarlausu og þau geta sjálf haft frumkvæði að því að sækja sér ráðgjöf. Ráðgjafi á vegum Bergsins headpace hefur viðveru í Molanum einn dag í viku á miðvikudögum frá kl. 09.00-12.00. Þjónustan er þannig uppbyggð að ungmenni á aldrinum 16-25 ára, geta óskað eftir þjónustu og fengið viðtal við ráðgjafa með skömmum fyrirvara. Ráðgjöf getur einnig verið fjarráðgjöf í gegnum Köru Connect. Tvær skráningarleiðir eru í boði.

  1. Fara á www.bergid.is og óska eftir þjónustu - setja í athugasemdadálkinn að viðkomandi vilji hitta ráðgjafa í Molanum í Kópavogi.
  2. Starfsmenn Molans aðstoða ungmenni sem á þurfa að halda að finna lausan tíma hjá Berginu headspace.

Molinn leggur áherslu á að bjóða ungu fólki aðstöðu til listsköpunar. Í Molanum er starfandi umsjónarmaður skapandi verkefna sem skipuleggur skapandi störf með ungu fólki. Umsjónarmaður skapandi verkefna veitir leiðsögn og skipuleggur námskeið, smiðjur, sýningar og viðburði tengt list,-, menningu- og nýsköpun fyrir ungt fólk. Í Molanum er einnig gott stúdíó sem ungmenni hafa aðgang að og geta nýtt eins og þeim hentar, í samvinnu við starfsmenn Molans.

Opnunartímar Molans

Mánudagar - Lokað

Þriðjudagar 14.00-22.00

Miðvikudagar 14.00-22.00

Fimmtudagar 14.00-22.00

Einnig er hægt er að nýta húsnæði Molans fyrir utan auglýstan opnunartíma í samráði við starfsfólk Molans.

Hafðu samband í síma 441 9290 eða sendu okkur póst á netfangið molinn(hjá)molinn.is.