Fjárhagsaðstoð
Fjárhagsaðstoð er veitt samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga og reglum sveitarfélagsins, en samkvæmt þeim er hverjum og einum skylt að framfæra sjálfan sig, maka sinn og börn yngri en 18 ára.
Markmið fjárhagsaðstoðar velferðarsviðs Kópavogs er að tryggja að íbúar bæjarins geti séð fyrir sér og sínum með því að veita þeim þá fjárhagslegu aðstoð sem nauðsyn krefur.