Kópavogur mætir Langanesbyggð í Útsvari á morgun, föstudaginn 30. október. Lið Kópavogs skipa að þessu sinni þau Gunnar Reynir Valþórsson, Rannveig Jónsdóttir og Skúli Þór Jónasson.
Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir árið 2016 var lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn Kópavogs í dag. Þá var einnig lögð fram langtímaáætlun fyrir tímabilið 2017-2019. Fjárhagsáætlun bæjarins er unnin í samvinnu allra flokkanna í bæjarstjórn.
Kópavogur, Garðbær, Hafnarfjörður, Mosfellsbær og Seltjarnarnes og Rannsóknarstofa í menntunarfræðum ungra barna, RannUng, undirrituðu á dögunum samstarfssamning um rannsóknaverkefni í sveitarfélögunum.
Sameiginleg kynning á skipulögðu fræðslustarfi menningarhúsa Kópavogs, Garðabæjar, Hafnarfjarðar og Mosfellsbæjar var haldin í fyrsta sinn í vikunni og fór hún fram í Salnum í Kópavogi.
Stefnumarkandi leiðir í húsnæðismálum í Kópavogi voru kynntar blaðamannafundi í bæjarstjórnarsal Kópavogs í morgun. Ármann Kr. Ólafsson kynnti tillögur þverpólitísks starfshóps í húsnæðismálum sem hefur verið starfandi í rúmt ár. Starfshópnum var falið að greina stöðu á húsnæðismarkaði og vann í framhaldi tillögur að nýjum leiðum í húsnæðismálum í Kópavogi.
Alþjóðlegri samkeppni, Nordic Built Cities Challenge, um áskoranir á sex þéttbýlissvæðum á Norðurlöndum er hleypt af stokkunum í dag. Kársnes í Kópavogi er eitt af svæðunum sem valin voru til þátttöku í keppninni.