Fjármálasvið

Fjármálasvið skiptist í fjórar deildir, hagdeild, launadeild, bókhald og innkaupadeild.

Fjármálasvið

Hlutverk fjármálasviðs Kópavogsbæjar er að vinna fyrir bæjarbúa með öðru starfsfólki bæjarins að því að veita skilvirka, viðeigandi og tímanlega þjónustu og byggir á þekkingu og færni starfsfólks.

Fjármálasvið sér til þess að ávallt séu fyrirliggjandi réttar fjárhagslegar og stjórnunarlegar upplýsingar til undirbúnings ákvarðanatöku hjá Kópavogsbæ og leiðir miðlæga þjónustu við innkaup bæjarins, launavinnslu, bókhald, innheimtu, greiðslu reikninga, uppgjör, gerð fjárhagsáætlunar og samantekt fjárhagslegra upplýsinga.

Stefnuáherslur og meginmarkmið fjármálasviðs tengjast yfirmarkmiðum Kópavogsbæjar sem fengin eru úr Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.

Sviðsstjóri er Kristín Egilsdóttir.

Síðast uppfært 08. febrúar 2022