Bjarni Daníel Þorvaldsson, 15 ára nemandi úr Lindaskóla í Kópavogi, varð í þriðja sæti, í flokki 15 ára og eldri, í ljóðasamkeppninni Ljóð unga fólksins 2013.
Skólahljómsveit Kópavogs náði merkum áfanga um síðustu helgi þegar A sveit SK fékk verðlaun á Nótunni 2013 fyrir framúrskarandi tónlistaratriði í sínum flokki.
Skráning á sumarnámskeið hjá Kópavogsbæ hefst 6. maí en búist er við að fleiri en þúsund börn og unglingar verði á námskeiðum á vegum bæjarins í sumar.
Allir reikningar Kópavogsbæjar svo sem vegna leikskólagjalda, fasteignagjalda og annarra gjalda birtast nú í íbúagáttinni sem nálgast má hér á vef Kópavogsbæjar.
Árlegur dagur umhverfisins er nú á fimmtudaginn. Kópavogsbær hvetur bæjarbúa til að taka til í sínu nánasta umhverfi í tilefni dagsins og njóta þess sem umhverfið hefur upp á að bjóða.
Nýjar dælur fráveitukerfisins við Hafnarbraut í Kópavogi hafa nú verið settar í gang en slökkt var á dælustöðinni í byrjun vikunnar á meðan verið var að skipta út gömlum dælum fyrir nýjar.