Vinabæir

Kópavogur hóf vinabæjasamskipti við aðra bæi og borgir á Norðurlöndum árið 1964.

Margs konar samskipti hófust fljótlega við vinabæi okkar á Norðurlöndum, má þar nefna vinabæjamót sem haldin hafa verið nokkuð reglulega á 2ja til 3ja ára fresti til skiptis í vinabæjunum.

Einnig hafa verið samskipti milli skóla með gagnkvæmum heimsóknum nemenda og kennara, íþróttamót sem einnig er fastur liður svo og ýmis konar önnur samskipti, þar sem skipst er á upplýsingum um alls kyns málaflokka, svo sem bæjarmál, menningarmál, verklegar framkvæmdir o.fl.

Vinabæir Kópavogs

Ammassalik á Grænlandi

Odense í Danmörku

Tampere í Finnlandi

Trondheim í Noregi

Klaksvík í Færeyjum

Mariehamn á Álandseyjum

Norrköping í Svíþjóð

Wuhan í Kína

Síðast uppfært 30. október 2023