Deiliskipulag

Deiliskipulag er gert fyrir einstök svæði. Við gerð deiliskipulags er byggt á stefnu aðalskipulags og hún útfærð fyrir viðkomandi svæði  til að myndist heildstætt yfirbragð mannvirkja og landslags.

Deiliskipulag lögbindur ákvarðanir um lóðir, lóðanotkun, byggingarreiti, byggðarmynstur, nýtingarhlutfall, útlit mannvirkja og form eftir því sem við á. Slíkar  skipulagsforsendur þurfa að liggja fyrir svo hægt sé að gefa út byggingar- og framkvæmdaleyfi.

  • Gjaldskrá

    Prenta gjaldskrá

    Gjaldskrá vegna breytinga á deiliskipulagi og vegna grenndarkynningar á byggingar- eða framkvæmdarleyfi

    Í samræmi við 3. mgr. 20. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og samþykkt bæjarstjórnar frá 24. nóvember 2015 auglýsist hér með endurskoðuð ákvörðun bæjarstjórnar frá 23. nóvember 2010 um gjaldtöku vegna breytinga á deiliskipulagi og grenndarkynningar á byggingar- eða framkvæmda­leyfi. Er gjaldskráin tvískipt og nema gjöldin þeirri fjárhæð sem nemur kostnaði sveitarfélagsins við skipulagsvinnu, kynningar og umsýslu. Gjaldskráin er bundin byggingarvísitölu. 

    B.

    Skipulagsvinna, kynningar og umsýsla
    Verð
    Deiliskipulagsbreyting skv. 43. gr. skipulagslaga
    236.616 kr.
    Grenndarkynning skv. 44. gr. skipulagslaga
    103.499 kr.

Síma og viðtalstími

Skrifstofa skipulagsfulltrúa
Símatími frá kl. 10 - 11 mánudaga og miðvikudaga í síma 441 0000
Hægt er að panta viðtalstíma hjá ritara skipulagsdeildar  

Síðast uppfært 04. september 2024