Jólalegir viðburðir af ýmsum toga eru á dagskrá í Kópavogi á aðventunni. Til að auðvelda áhugasömum að fá yfirsýn yfir jólastemninguna er nú hægt að skoða viðburðadagskrá á menningarvefnum meko.is.
Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir árið 2023 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs við seinni umræðu þriðjudaginn 22.nóvember. Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun 2024-2026.
Össur Geirsson, skólastjóri Skólahljómsveitar Kópavogs hlaut Viðurkenningu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi árið 2022. Össur hefur í störfum sínum veitt miklum fjölda barna og ungmenna innblástur og hvatningu.